Ráslisti fyrir slaktaumatöltið

Kvöldið verður magnað í Fákaseli á morgun þegar bestu slaktaumatöltarar landsins etja kappi saman. Það er nánast ómögulegt að spá fyrir um sigurvegara, svo sterkur er hestakosturinn hjá þeim gæðaknöpum sem ríða þessa keppni.

Sigurvegari síðast liðins árs Árni Björn Pálsson mætir með hestagullið Skímu frá Kvistum og er hún orðin árinu eldri og reynslunni ríkari þannig að þau eru til alls líkleg. Elin Holst og Frami frá Ketilsstöðum verða að teljast sem ein af þeim líklegu en þau hafa verið í svaka stuði núna í byrjun vetrar. Eins má segja um liðsfélaga hennar Berg Jónsson á Kötlu frá Ketilsstöðum. Jakob Svavar Sigðursson stóð sig vel í fyrra á Gloríu frá Skúfslæk, hann breytir nú til og mætir með Júlíu frá Hamarsey. Margir voru hrifnir af unga Hnokkasyninum Háfeta frá Hákoti sem Sigursteinn reið í gæðingafiminni en þeir eru skráðir til leiks í Slaktaumatöltið. Viðar Ingólfsson er skráður til leiks á töltmyllunni Pixi frá Mið-Fossum en hún vakti mikla athygli í fyrra og veldur örugglega ekki vonbrigðum í ár. 

Þetta er aðeins brot af þeim pörum sem keppa til sigurs í slaktaumatöltinu annað kvöld. Það má fullyrða að kvöldið verði hið glæsilegasta í alla staði og enginn hestamaður má láta það framhjá sér fara. Keppni hefst kl. 19:00 en húsið opnar 17:00. Miðasala fer fram í Ástundun, Top Reiter og Baldvini og Þorvaldi á Selfossi. Einnig verður selt við innganginn. Við minnum líka á netútsendinguna á livesports.is en þar er sýnt beint frá öllum viðburðum en einnig er hægt að horfa þar á eldri viðburði. 

Ráslisti

Nr. Knapi Hestur Faðir Móðir Litur Aldur Lið
1 Ásmundur Ernir Snorrason Pétur Gautur frá Strandarhöfði Klettur frá Hvammi Álfheiður Björk frá Lækjarbotnum Grár 9 Auðsholtshjáleiga
2 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Skorri frá Dalvík Hróður frá Refsstöðum Brúður frá Hólum Jarpnös. 8 Ganghestar/Margrétarhof
3 John K. Sigurjónsson Sólroði frá Reykjavík Bragi frá Kópavogi Sól frá Reykjavík Rauður 10 Heimahagi
4 Lena Zielinski Prinsinn frá Efra-Hvoli Álfur frá Selfossi Perla frá Ölvaldsstöðum Rauðskj. 9 Lýsi/Oddhóll/Þjóðólfshagi
5 Árni Björn Pálsson Skíma frá Kvistum Krákur frá Blesastöðum 1A Skálm frá Berjanesi Brún 9 Top Reiter
6 Sigursteinn Sumarliðason Háfeti frá Hákoti Hnokki frá Fellskoti Óðsbrá frá Hákoti Bleikstj. 8 Heimahagi
7 Edda Rún Ragnarsdóttir Kinnskær frá Selfossi Álfasteinn frá Selfossi Gola frá Arnarhóli Leirljósskj. 12 Ganghestar/Margrétarhof
8 Sigurbjörn Bárðason Spói frá Litlu-Brekku Ofsi frá Brún Syrpa frá Ytri-Hofdölum Móbrúnn 12 Lýsi/Oddhóll/Þjóðólfshagi
9 Bergur Jónsson Katla frá Ketilsstöðum Gaumur frá Auðsholtshjáleigu Ljónslöpp frá Ketilsstöðum Jörp 9 Gangmyllan
10 Guðmar Þór Pétursson Brúney frá Grafarkoti Grettir frá Grafarkoti Surtsey frá Gröf Vatnsnesi Brún 11 Heimahagi
11 Jakob S. Sigurðsson Júlía frá Hamarsey Auður frá Lundum II Hviða frá Ingólfshvoli Fífilbleikstj. 8 Top Reiter
12 Hinrik Bragason Sólbrún frá Skagaströnd Gammur frá Steinnesi Sól frá Lilta-Kambi Brúnstj. 11 Hestvit/Árbakki/Svarthöfði
13 Elin Holst Frami frá Ketilsstöðum Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum Framkvæmd frá Ketilsstöðum Brúnn 10 Gangmyllan
14 Sigurður Sigurðarson Magni frá Þjóðólfshaga 1 Tindur frá Varmalæk Bjalla frá Hafsteinsstöðum Móálóttur 10 Lýsi/Oddhóll/Þjóðólfshagi
15 Kári Steinsson Flötur frá Votmúla 1 Klerkur frá Votmúla 1 Flauta frá Hvolsvelli Rauðbles 14 Hrímnir/Export hestar
16 Guðmundur F. Björgvinsson Freyþór frá Mosfellsbæ Feldur frá Hæli Brá frá Laugardælum Grár 8 Hestvit/Árbakki/Svarthöfði
17 Freyja Amble Gísladóttir Goði frá Ketilsstöðum Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum Vænting frá Ketilsstöðum Brúnn 7 Gangmyllan
18 Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum Krákur frá Blesastöðum 1A Snekkja frá Bakka Brúnn 7 Top Reiter
19 Helga Una Björnsdóttir Blæja frá Fellskoti Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum Drift frá Bergstöðum Jörp 8 Hrímnir/Export hestar
20 Hulda Gústafsdóttir Skorri frá Skriðulandi Grunur frá Oddhóli Freysting frá Akureyri Brúnn 11 Brúnn
21 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Ösp frá Enni Goði frá Auðsholtshjáleigu Sending frá Enni Móál. 15 Auðsholtshjáleiga
22 Reynir Örn Pálmason Brimnir frá Efri-Fitjum Hnokki frá Fellskoti Ballerína frá Grafarkoti Bleikál 8 Ganghestar/Margrétarhof
23 Hanna Rún Ingibergsdóttir Mörður frá Kirkjubæ Valtýr frá Kirkjubæ Lilja frá Kirkjubæ Rauðbles 9 Hrímnir/Export hestar
24 Janus Halldór Eiríksson Hlýri frá Hveragerði Barði frá Laugarbökkum Líf frá Hveragerði Brúnn 9 AuðsholtshjáleigaFara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.