Reiðmennskuveisla í Samskipahöllinni

Nú styttist óðum í gæðingafimina. Enginn hestamaður má missa af reiðmennskuveislunni í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum! Gæðingafimi í Samskipahöllinni í kvöld, fimmtudag kl. 19:00. Húsið opnar 17:00 og verður boðið upp á kjúkling í tómatbættri kókossósu á einungis 1.800 kr. Kl. 18:00 munu dómarar fara yfir dómstörf í gæðingafiminni og svo 18:30 verður heimsmeistarinn Krístin Lárusdóttir með upphitunarhest ásamt sigurvegara parafiminnar í Suðurlandsdeildinni Leu Schell. Keppni mun síðan hefjast á slaginu 19:00 en hægt er að sjá ráslista hér. 

Hægt er að nálgast miða í verslunum Top Reiter, Ástund og Baldvini og Þorvaldi á Selfossi en einnig verður selt við innganginn. Síðast þegar mótið fór fram í Samskipahöllinni seldist fljótt upp svo það er um að gera að næla sér snemma í miða.

Dagskrá:

17:00 Húsið opnar
18:00 Dómarar spjalla - Hvernig dæmum við gæðingafimina
18:30 Upphitunarhestar - Heimsmeistarinn Kristín Lárusdóttir og sigurvegari parafiminnar í Suðurlandsdeildinni Lea Schell
19:00 Keppni hefst

 

 

 

Enginn hestamaður má missa af reiðmennskuveislunni í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum! Gæðingafimi í Samskipahöllinni í kvöld, fimmtudag :) Bein útsending á Stöð 2 Sport og netinu. 
Áskrift: https://365.is/sjonvarp/sportpakki
Áskrift eða einstök mót: http://livesports.is/
Stöð 2 Sport - Heeeeesta sætið ;)Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.