Árni mætir með Skímu

Nú styttist í gæðingafimina en ráslistar birtast á morgun. Árni Björn Pálsson sigraði greinina nokkuð örugglega í fyrra á Skímu frá Kvistum en þau hlutu 8,31 í einkunn. Þau munu mæta aftur í braut á fimmtudaginn en við heyrðum í Árna í dag. “Gæðingafimin leggja mjög vel í mig en ég kem aftur með Skímu. Þetta verður svipað prógram og í fyrra en auðvitað verður eitthvað nýtt. Ég er búin að ákveða prógramið svona 90% í dag en svo þarf maður alltaf að fínstilla það alveg fram á síðustu stundu,” segir Árni.

Reglur gæðingafiminar var örlítið breytt í vetur en tíminn var lengdur um hálfa mínútu og er nú 4 mínútur en einnig var ákveðið að sína þurfi hliðargangsæfingar upp á báðar hendur. “Þessi nýja breyting er mjög góð. Mér finnst reyndar að sína eigi allt upp báðar hendur, líka t.d. brokk á hringnum,” segir Árni. Aðspurður hvað hvernig hann stilli upp prógraminu sínu segir Árni reyna sína fram á gott samspil milli manns og hests. “Þetta er mjög skemmtilegt grein til að sína fram á gott samspil milli manns og hests en ég vil hafa þjálni en líka kraft og showtime. Ég vil að það sé gott flæði og að eitt atriði leiði að öðru, prógramið á að renna örugglega í gegn en með miklum krafti. Þetta er ekki æfingafimi heldur gæðingafimi og verða því kostir gæðingsins líka að skína í gegn. Þetta er ekki dressúr og mér finnst við eigum að halda í það concept,” segir Árni Björn að lokum.

Árni Björn er í liði Top Reiter en liðsfélagi hans Jakob S. Sigurðsson mætir með Gloríu frá Skúfslæk en þau enduðu í öðru sæti í fyrra með frábæra sýningu. Ásmundur Ernir Snorrason var í þriðja sæti í fyrra á Speli frá Njarðvík en hann mætir aftur með Spöl. 

Hægt er að fá miða í Baldvini og Þorvaldi á Selfossi og í Top Reiter í Ögurhvarfi. Keppnin hefst á slaginu 19:00 í Samskipahöllinni í Spretti í Kópavogi. Húsið opnar 17:30 en veitingar verða í boði því um að gera mæta tímanlega. 



Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.