Ráslisti fyrir fjórganginn

Keppt verður í fjórgangi á næsta fimmtudag í Meistaradeildinni en ráslistinn er klár. Mótið hefst kl 18:30 á setningu en keppni hefst kl 19:00. Það var Hulda Gústafsdóttir sem sigraði fjórganginn í fyrra á Aski frá Laugabóli en Hulda teflir fram nýjum hesti í ár, Hnokkasyni úr eigin ræktun. Sigurvegari fjórgangs á Íslandsmótinu, Elin Holst og Fram frá Ketilsstöðum, eru skráð til leiks og segja þeir sem hafa séð til þeirra að þau séu í feikna stuði. Bergur Jónsson mætir með Kötlu frá Ketilsstöðum en þau gerðu frábæra hluti á síðasta ári á keppnisvellinu. Jakob S. Sigurðsson er skráður með Júlíu frá Hamarsey en þau urðu í öðru sæti í fyrra í fjórgangnum. Þórdís Erla Gunnarsdóttir og Sproti frá Enni voru í fjórða sæti í fyrra en Þórdís teflir fram nýjum hesti í ár Sölva frá Auðsholtshjáleigu sem er ungur og óreyndur í keppni. Spennandi að sjá hvernig þeim tekst til.

Einnig eru margir nýjir hestar skráðir til leiks. Árni Björn Pálsson eru skráður á Flaum frá Sólvangi en þeir hafa ekki keppt áður í Meistaradeildinni. Þórarinn Ragnarsson er skráður á Hring frá Gunnarsstöðum en þeir sigruðu fjórganginn í Uppsveitadeildinni í fyrra. Freyja Amble Gísladóttir mætir með Álfastjörnu frá Syðri-Gegnishólum og Sigursteinn Sumarliðason mætir með Mídasarsoninn Vák frá Vatnsenda en hann vakti mikla athygli fjögurra vetra. 

Hægt er að kaupa miða í Top Reiter og Baldvini og Þorvaldi en verð á ársmiða er 5.000 kr og verð fyrir stakt kvöld er 1.500 kr. Einnig er hægt að kaupa miða við innganginn. Það kostar 800 kr. fyrir börn, 14 ára og yngri. 

Ráslisti:

Nr. Knapi Hestur Faðir Móðir Litur Aldur Lið
1 Elvar Þomrarsson Flóki frá Oddhóli Ás frá Ármóti Fía frá Oddhóli Brúnn 8v Lýsi/Oddhóll/Þjóðólfshagi
2 Árni Björn Pálsson Flaumur frá Sólvangi Gaumur frá Auðsholtshjáleigu Fluga frá Breiðabólsstað Jarpur 8v Top Reiter
3 Elin Holst Frami frá Ketilsstöðum Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum Framkvæmd frá Ketilsstöðum Brúnn 10v Gangmyllan
4 Hans Þór Hilmarsson Roði frá Syðri-Hofdölum Kolvakur frá Syðri-Hofdölum Rökkva frá Syðri-Hofdölum Rauður 11v Ganghestar / Margrétarhof
5 Guðmundur F. Björgvinsson Straumur frá Feti Þristur frá Feti Smáey frá Feti Brúnn 9v Árbakki/Hestvit/Svarthöfði
6 Guðmar Þór Pétursson Brúney frá Grafarkoti Grettir frá Grafarkoti Surtsey frá Gröf Vatnsnesi Brún 11v Heimahagi
7 Ásmundur Ernir Snorrason Frægur frá Strandarhöfði Hnokki frá Fellskoti Framtíð frá Árnagerði Rauður 8v Auðsholtshjáleiga
8 Bergur Jónsson Katla frá Ketilsstöðum Gaumur frá Auðsholtshjáleigu Ljónslöpp frá Ketilsstöðum Jörp 9v Gangmyllan
9 Sylvía Sigurbjörnsdóttir Gola frá Hofsstöðum Grunur frá Oddhóli Vending frá Holtsmúla 1 Brún 11v Auðsholtshjáleiga
10 Lena Zilenski Prinsinn frá Efra-Hvoli Álfur frá Selfossi Perla frá Ölvaldsstöðum Rauðskj 9v Lýsi/Oddhóll/Þjóðólfshagi
11 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Óskar frá Breiðsstöðum Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum Fantasía frá Breiðsstöðum Jarpur 6v Ganghestar/Margrétarhof
12 Matthías Leó Matthíasson Nanna frá Leirubakka Væringi frá Árbakka Brún frá Árbakka Rauður 9v Top Reiter
13 Freyja Amble Gísladóttir Álfastjarna frá Syðri-Gegnishólum Dugur frá Þúfu í Landeyjum Álfadís frá Selfossi Rauður 7v Gangmyllan
14 Þórarinn Ragnarsson Hringur frá Gunnarsstöðum 1 Hróður frá Refsstöðum Alma Rún frá Skarði Brúnn 8v Hrímnir/Export-Hestar
15 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Sölvi frá Auðsholtshjáleigu Gaumur frá Auðsholtshjáleigu Gígja frá Auðsholtshjáleigu Brúnn 7v Auðsholtshjáleiga
16 Eyrún Ýr Pálsdóttir Hafrún frá Ytra-Vallholti Arður frá Lundum 2 Gnótt frá Ytra-Vallholti Brún 8v Hrímnir/Export-Hestar
17 Sigurbjörn Bárðarson Hrafn frá Breiðholti í Flóa Rökkvi frá Hárlaugsstöðum Korpa frá Dalsmynni Brúnn 11v Lýsi/Oddhóll/Þjóðólfshagi
18 Hinrik Bragason Pistill frá Litlu-Brekku Moli frá Skriðu Prinsessa frá Litla-Dunhaga 1 Brúnn 10v Árbakki/Hestvit/Svarthöfði
19 Jakob Svavar Sigurðsson Júlía frá Hamarsey Auður frá Lundum 2 Hviða frá Ingólfshvoli Bleikstj. 8v Top Reiter
20 Sigurður V. Matthíasson Arður frá Efri-Þverá Eldjárn frá Tjaldhólum Hornafjarðar-Jörp frá Háfshjáleigu Jarpur 8v Ganghestar / Margrétarhof
21 Hanna Rún Ingibergsdóttir Mörður frá Kirkjubæ Valtýr frá Kirkjubæ Lilja frá Kirkjubæ Rauðbles. 9v Hrímnir/Export-Hestar
22 Sigursteinn Sumarliðason Vákur frá Vatnsenda Mídas frá Kaldbak Dáð frá Halldórsstöðum Jarpur 7v Heimahagi
23 Hulda Gústafsdóttir Valur frá Árbakka Hnokki frá Fellskoti Valdís frá Árbæ Bleikál. 7v Árbakki/Hestvit/Svarthöfði
24 Davíð Jónsson Ólína frá Skeiðvöllum Orri frá Þúfu í Landeyjum Ósk frá Ey 1 Brún 7v HeimahagiFara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.