Meistaradeildin í miðbænum

Í dag, laugardag, mættu knapar úr Meistaradeildinni í hestaíþróttum á Austurvöll og sýndu listir sínar á Kirkjustræti fyrir framan Alþingishúsið. Viðburðurinn markar upphaf Meistaradeildarinnar, sem kallast í dag Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, en fyrsta mótið fer fram næsta fimmtudag í Fákaseli. Þó nokkuð var af áhorfendum og glöddu hestar og knapar augu þeirra. Einnig voru undirritaðir styrktarsamningar í dag en Cintamani er aðal styrktaraðili deildarinnar í ár og fögnum við spennandi samstarfi við Cintamani í vetur. 

Hægt er að sjá myndband frá deginum hér. 

Eins og áður hefur sagt er fyrsta mótið næsta fimmtudag og hefst kl 18:30 í Fákaseli en þá verður keppt í fjórgangi. Hægt er að horfa á mótið einnig beint á Stöð 2 sport eða á netinu. 

Meistaradeild í hestaíþróttum er mótaröð 6 móta með hálfs mánaðar millibili frá 9. febrúar fram til byrjun apríl nk. Keppendur eru úrval bestu hestaíþróttamanna Íslands. Keppnin fer fram annað hvert fimmtudagskvöld annars vegar í Fákaseli í Ölfusi og hins vegar í Samskipahöllinni í Kópavogi. Einnig verður sýnt beint frá keppninni á Stöð 2 sport og Hestafréttir munu að sjálfsögðu vera með puttann á púlsinum.



Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.