Annar sigurinn í röð

Árni Björn tryggði sér annar sigurinn í röð í kvöld en hann sigraði slaktaumatöltið með 8,00 í einkunn. Jakob S. Sigurðsson þurfti að láta sér lynda annað sætið aftur en hann var einnig í öðru sæti í gæðingafiminni á Gloríu frá Skúfslæk. Þriðji var Bergur Jónsson á Kötlu frá Ketilsstöðum. 

Í liðakeppninni er það lið Auðsholtshjáleigu sem leiðir en þau eru efst með 248,5 stig þar á eftir er lið Árbakka/Hestvits/Svarthöfða en þau eru með 205,5 stig. Árni Björn er efstur í einstaklingskeppninni með 41,5 stig en þar rétt á eftir er Jakob S. Sigurðsson með 32 stig. Jöfn í þriðja til fjórða sæti eru síðan Hulda Gústafsdóttir og Sigurbjörn Bárðarson.

Hér er hægt að sjá niðurstöður úr forkeppni og sundurliðaðar einkunnir.

Hér eru niðurstöðurnar úr A úrslitum.

 Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.