Gangmyllan mætir sterk til leiks

Lið Gangmyllunar er orðið ljóst fyrir fjórganginn en í liðinu eru engir smá knapar né hestar. Elin Holst mætir með Frama frá Ketilsstöðum en þau urðu í öðru sæti í fjórgangi á Íslandsmótinu síðasta sumar en þeim hefur einnig gengið vel í slaktaumatölti. Bergur Jónsson mætir með Kötlu frá Ketilsstöðum en Bergur og Katla unnu töltið á fjórðungsmótinu fyrir austan í sumar. Þau tóku þátt í fjórgangnum í fyrra í Meistaradeildinni og enduðu í 8.-10.sæti í b úrslitum með 7.07 í einkunn.

Olil Amble keppir einnig í fjórgangnum en hún verður á hryssunni Gjöf frá Sjávarborg. “Ég fékk Gjöf lánaða hjá Elvari Einarssyni, liðsfélaga mínum en Gjöf hefur keppt áður í fjórgangi með góðum árangri. Virkilega góð hryssa, mjúkgeng og með góðan fótaburð,” segir Olil en Olil stefnir á að mæta með Álffinn frá Syðri-Gegnishólum í gæðingafimina. “Við erum aðeins farin að hugsa út í gæðingafimina en ég tel líklegt að Elin mæti með Frama og Bergur með Kötlu eins og í fjórganginn. Ég sjálf er búin að sjá fyrir mér að mæta með Álffinn en það er samt ekkert ákveðið” segir Olil en ef allt gengur eftir áætlun verða þetta hestarnir sem mæta í gæðingafimina.

 Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.