Nýjungar í ár

Meistaradeildin hefst aftur á fimmtudaginn en ársmiðar eru komnir í sölu í Top Reiter, Baldvini og Þorvaldi og Líflandi. Einnig er hægt að kaupa net áskrift inn á síðu meistaradeildarinnar en þar verður hægt að sjá útsendinguna annað hvort á íslensku eða ensku. Áskrif á stöð 2 sport er einnig hægt að kaupa á forsíðu síðunnar, www.meistaradeild.is

Fleiri nýjungar eru í ár en settir verða upp skjáir í Fákaseli þar sem verður sýnd upptaka stöðvar 2 þannig að áhorfendur munu sjá báðar langhliðar vel. Járningamannafélagið mun sjá um að öll hross verði með löglegan fótabúnað en þeir munu sjá um fótaskoðun í ár. Toyota er nýr styrktaraðili Meistaradeildarinnar og bjóðum við þá velkomna.

Við hvetjum alla til að fylgast með Snapchatinu hjá Meistaradeildinni, meistaradeildin. En lið Ganghesta/Margrétarhofs voru að klára sýna Snapchat viku og stóðu sig með prýði. Lið Lýsis/Oddhóls/Þjóðólfshaga tekur við Snapchatinu og verður gaman að sjá hvað þau eru að bralla, en í liðinu eru Sigurður Sigurðarson, Sigurbjörn Bárðarson, Elvar Þormarsson, Lena Zielinski og Konráð Valur Sveinsson.Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.