"Ég treysti á það að Geiri sé með einhver hross í dótakassanum sínum"

“Mér líst mjög vel á deildina og held þetta verði bara gaman,” segir Jóhann Rúnar Skúlason en hann er í liði Top Reiter/Sólningar. “Ég er búin að vera á samningi hjá Top Reiter síðan 1997. Eftir að Guðmundur og Eva sögðu sig úr liðinu þá hafði Geiri samband við mig og bað mig um að vera með. Auðvitað var ég klár. Það hljóta að vera einhver hross í dótakassanum hans Geira,” segir Jóhann en hann og Matthías Leó Matthíasson komu inn í Meistaradeildina á síðustu stundu.

Jóhann starfar í Danmörku á búgarðinum Slippen. Jóhann þarf vart að kynna enn enginn hestamaður hefur orðið jafn oft heimsmeistari í tölti. “Það er ekkert búið að ákveða hvenær eða í hverju ég keppi. Ég er með mína starfsemi hérna úti og búinn að skipuleggja veturinn töluvert. Það er nóg að gera hjá mér en maður mun reyna að hagræða og koma og keppa. Ég er samt meira svona uppfyllingar maður enda komin á þann aldur,” segir Jóhann og hlær.

Jóhann mun ekki taka þátt á tveimur mótum, fjórgangi og slaktaumatölti þar sem hann hefur í nógu öðru að snúast. “Það er alveg á hreinu að ég kem ekki á tvö móti en ég verð að kenna þegar fjórgangurinn er og svo er ístölt hjá okkur 30. janúar þar sem ég er að keppa. Þegar slaktaumatöltið er verð ég að keppa á WorldToelt svo fyrstu tvö mótin eru alveg útilokuð hjá mér. Þetta er nú líka svo magnaðir strákar sem eru með mér í liði að þeir þurfa ekkert á mér að halda,” segir Jóhann en hann mætir með hóp af hrossum á WorldToelt þ.á.m. Hnokka frá Fellskoti, Glóðafeyki frá Halakoti, Garra frá Reykjavík og Garp fra Højgaarden. Jóhann verður einnig með ræktunarbússýningu en Slippen var ræktunarbú ársins í Danmörku í fyrra. “Eins og ég segji er ekkert ákveðið með Meistaradeildina. Ég treysti á það að Geiri sé með einhver hross í dótakassanum sínum sem ég geti notað. Þó væri ég alveg til í að geta komið með mín hross hér að heiman og keppt á þeim. Það væri frábært,” segir Jóhann að lokum.

Fylgist með Meistaradeildinni á Snapchat og Instagram, meistaradeildin. Einnig verður fyrsti þáttur Meistaradeildarinnar sýndur á stöð 2 sport í kvöld kl. 20:05 og ársmiðar fara í sölu á morgun í Líflandi, Baldvini og Þorvaldi og Top Reiter. 



Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.