Sigursteinn fljótastur 100 metrana

Þá er keppni í Meistaradeildinni lokið þetta árið en síðasta greinin var 100m. flugskeið. Sigursteinn Sumarliðason vann á Krókusi frá Dalbæ en þeir fóru 100m. á 7,37 sek. Jóhann Magnússon var í öðru sæti á Fröken frá Bessastöðum á tímanum 7,44 sek og í því þriðja var Konráð Valur Sveinsson á Kjarki frá Árbæjarhjáleigu með tímann 7,47 sek. 

Það var lið Ganghesta/Austurás sem hlaut liðaplattann en liðsmenn eru þau Glódís Rún Sigurðardóttir, Þórarinn Eymundsson og Sæmundur Þorbjörn Sæmundsson.  

Allir knapar klæddust bleikum bol til stuðnings Edda Rúnar Ragnarsdóttur en stofnaður hefur verið styrktarsjóður henni og fjölskyldu hennar til stuðnings. Við hvetjum alla til að styðja og styrkja við Eddu Rún og fjölskyldu hennar í þeirri baráttu sem framundan er. Öll framlög eru þegin af þakklæti og munum að margt smátt gerir eitt stórt. Nánari upplýsingar á facebooksíðu deildarinnar, “Meistaradeildin í hestaíþróttum”

Hér fyrir neðan eru niðurstöðurnar úr flugskeiðinu.

Niðurstöður - 100m. flugskeið

Sæti Knapi Hestur Lið Tími

1 Sigursteinn Sumarliðason Krókus frá Dalbæ Eques / Kingsland 7.37

2 Jóhann Magnússon Fröken frá Bessastöðum Auðsholtshjáleiga / Horse export / Strandarhöfuð 7.44

3 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II Top Reiter 7.47

4 Sæmundur Þorbjörn Sæmundsson Seyður frá Gýgjarhóli Ganghestar / Austurás 7.58

5 Þórarinn Eymundsson Gullbrá frá Lóni Ganghestar / Austurás 7.71

6 Jakob Svavar Sigurðsson Jarl frá Kílhrauni Hjarðartún 7.76

7 Ásmundur Ernir Snorrason Fáfnir frá Efri-Rauðalæk Auðsholtshjáleiga / Horse export / Strandarhöfuð 7.82

8 Glódís Rún Sigurðardóttir Blikka frá Þóroddsstöðum Ganghestar / Austurás 7.82

9 Finnur Jóhannesson Fröken frá Bessastöðum Top Reiter 7.82

10 Davíð Jónsson Irpa frá Borgarnesi Eques / Kingsland 7.83

11 Gústaf Ásgeir Hinriksson Rangá frá Torfunesi Hestvit / Árbakki 7.85

12 Viðar Ingólfsson Ópall frá Miðási Hrímnir / Export hestar 7.88

13 Jóhann Kristinn Ragnarsson Atlas frá Lýsuhóli Hestvit / Árbakki 7.90

14 Teitur Árnason Bandvöttur frá Miklabæ Top Reiter 7.91

15 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Óskastjarna frá Fitjum Auðsholtshjáleiga / Horse export / Strandarhöfuð 7.94

16 Elvar Þormarsson Tígull frá Bjarnastöðum Hjarðartún 8.06

17 Ævar Örn Guðjónsson Tildra frá Kjarri Gangmyllan 8.08

18 Sigurður Sigurðarson Sædís frá Ketilsstöðum Gangmyllan 8.09

19 Hinrik Bragason Hind frá Efri-Mýrum Hestvit / Árbakki 8.14

20 Hans Þór Hilmarsson Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði Hjarðartún 8.16

21 Elin Holst Gjóska frá Kolsholti 3 Gangmyllan 8.17

22 Flosi Ólafsson Njörður frá Bessastöðum Hrímnir / Export hestar 9.52

23 Fredrica Fagerlund Snær frá Keldudal Hrímnir / Export hestar 9.87

24 Guðmundur Friðrik Björgvinsson Stolt frá Laugavöllum Eques / Kingsland 0

 


Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.