Viðar sigrar töltið örugglega

Töltkeppni Meistaradeildarinnir lauk í gærkvöldi á glæsilegu mótsvæði Sleipnis. Keppnin var feikisterk og greinilegt að hestar og knapar voru í miklu stuði. Viðar Ingólfsson sigraði töltið með 8.83 í einkunn. Hann reið glæsihryssunni Maístjörnu frá Árbæjarhjáleigu II og náðu þau strax forustu eftir hæga töltið í úrslitum og héldu henni. Í öðru sæti endaði Siguroddur Pétursson á Steggi frá Hrísdal en þeir félagar hlutu 8.50 í einkunn. Viðar og Siguroddur kepptu báðir fyrir lið Hrímni/Export hesta. Í þriðja sæti var síðan Jóhanna Margrét Snorradóttir á Bárði frá Melabergi með 8,22 í einkunn en Jóhanna keppir fyrir lið Hestvit/Árbakka. 

Liðaplattann hlaut lið Hestvit/Árbakka en tveir knapar úr liðinu voru í úrslitum þau Jóhanna Margrét og Gústaf Ásgeir Hinriksson. Gústaf endaði í sjötta sæti með 7,61 í einkunn en hann var á Skálmöld frá Eystra-Fróðholti. Eftir töltið er lið Hjarðartúns enn í forustu í liðakeppninni með 344 stig en lið Hrímnis/Export hesta hefur náð að minnka munin en liðið er nú með 299.5 stig. Lið Hestvit/Árbakka hefur náð að skjóta sér í þriðja sætið í liðakeppninni eftir frábæran árangur í töltinu. 

Einstaklingskeppnin er óbreytt en efstur er Jakob Svavar með 43.5 stig og í öðru sæti er Viðar með 35 stig. Viðar er því búin að ná að minnka muninn á milli þeirra og verður því spennandi að sjá hvað gerist í flugskeiðinu. Í þriðja sæti er Elin Holst með 24 stig. 

Niðurstöður - A úrslit - Tölt

Sæti Knapi Hestur Lið Einkunn

1 Viðar Ingólfsson Maístjarna frá Árbæjarhjáleigu II Hrímnir / Export hestar 8.83

2 Siguroddur Pétursson Steggur frá Hrísdal Hrímnir / Export hestar 8.5

3 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bárður frá Melabergi Hestvit / Árbakki 8.22

4-5 Jakob Svavar Sigurðsson Hálfmáni frá Steinsholti Hjarðartún 7.89

4-5 Ragnhildur Haraldsdóttir Vákur frá Vatnsenda Ganghestar / Austurás 7.89

6 Gústaf Ásgeir Hinriksson Skálmöld frá Eystra-Fróðholti Hestvit / Árbakki 7.61

7 Elin Holst Glampi frá Ketilsstöðum Gangmyllan 7.56

 

Niðurstöður - Forkeppni - Tölt

Sæti Knapi Hestur Lið Einkunn

1 Viðar Ingólfsson Maístjarna frá Árbæjarhjáleigu II Hrímnir / Export hestar 8.37

2 Siguroddur Pétursson Steggur frá Hrísdal Hrímnir / Export hestar 8.07

3 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bárður frá Melabergi Hestvit / Árbakki 7.83

4 Jakob Svavar Sigurðsson Hálfmáni frá Steinsholti Hjarðartún 7.73

5 Ragnhildur Haraldsdóttir Vákur frá Vatnsenda Ganghestar / Austurás 7.63

6-7 Elin Holst Glampi frá Ketilsstöðum Gangmyllan 7.43

6-7 Gústaf Ásgeir Hinriksson Skálmöld frá Eystra-Fróðholti Hestvit / Árbakki 7.43

8 Davíð Jónsson Ólína frá Skeiðvöllum Eques / Kingsland 7.37

9 Hanna Rún Ingibergsdóttir Grímur frá Skógarási Eques / Kingsland 7.33

10-11 Hans Þór Hilmarsson Sara frá Stóra-Vatnsskarði Hjarðartún 7.3

10-11 Sigurður Sigurðarson Rauða-List frá Þjóðólfshaga Gangmyllan 7.3

12 Guðmundur Friðrik Björgvinsson Sölvi frá Auðsholtshjáleigu Eques / Kingsland 7.27

13 Teitur Árnason Njörður frá Flugumýri II Top Reiter 7.23

14-16 Elvar Þormarsson Katla frá Fornusöndum Hjarðartún 7.17

14-16 Eyrún Ýr Pálsdóttir Vakar frá Efra-Seli Top Reiter 7.17

14-16 Ásmundur Ernir Snorrason Garún frá Þjóðólfshaga I Auðsholtshjáleiga / Horse export / Strandarhöfuð 7.17

17 Hulda Gústafsdóttir Sesar frá Lönguskák Hestvit / Árbakki 7.07

18 Ævar Örn Guðjónsson Vökull frá Efri-Brú Gangmyllan 7

19 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Selma frá Auðsholtshjáleigu Auðsholtshjáleiga / Horse export / Strandarhöfuð 6.93

20-21 Þórarinn Eymundsson Vegur frá Kagaðarhóli Ganghestar / Austurás 6.83

20-21 Daníel Jónsson Gletta frá Hólateigi Top Reiter 6.83

22-23 Edda Rún Guðmundsdóttir Spyrna frá Strandarhöfði Auðsholtshjáleiga / Horse export / Strandarhöfuð 6.5

22-23 Glódís Rún Sigurðardóttir Stássa frá Íbishóli Ganghestar / Austurás 6.5

24 Arnar Bjarki Sigurðsson Glymjandi frá Íbishóli Hrímnir / Export hestar 6

 


Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.