Lokamótið verður á Selfossi

Stjórn Meistaradeildar í hestaíþróttum hefur ákveðið að halda lokamót deildarinnar laugardaginn 20.júní í tengslum við Íslandsmót barna og unglinga. Mótið fer fram á Brávöllum á Selfossi og verður haldið utandyra.

Keppni hefst kl. 19:00 og verður sýnt beint frá mótinu í sjónvarpinu á RÚV2. Íslandsmót barna og unglinga verður haldið á Selfossi þessa sömu helgi og því um að gera að skella sér á Selfoss, horfa á framtíðar knapana okkar keppa í úrslitum og skeiði og kíkja síðan á meistaradeildar knapana etja kappi saman í tölti og skeiði á laugardagskvöldinu.

Einnig viljum við benda á að dregið hefur verið úr happdrættinu en vinningsmiðana er hægt að sjá inn á www.meistaradeild.is

Það stefnir í mikla veislu á Brávöllum og harða og spennandi keppni á lokasprettinum, jafnt milli liða sem keppnisknapa. Í lok keppninnar verða sigurvegarar krýndir bæði knapar og keppnislið en staðan fyrir lokamótið er þessi:

Einstaklingskeppnin:

  1. Jakob Svavar Sigurðsson 38 stig
  2. Viðar Ingólfsson 23 stig
  3. Elin Holst 20 stig
  4. Davíð Jónsson 20 stig
  5. Konráð Valur Sveinsson 20 stig

Liðakeppnin:

  1. Hjarðartún 299 stig
  2. Hrímnir / Export hestar 251,5 stig
  3. Gangmyllan 236 stig.


Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.