Meistaradeildin ríður á vaðið

Stjórn Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum hefur ákveðið að halda lokamót deildarinnar fimmtudaginn 7.maí. Mótið verður haldið í Samskipahöllinni en engir áhorfendur verða leyfðir á staðnum. 

Enginn hestamaður né hestaáhugamaður ætti þó að láta viðburðinn framhjá sér fara. Sýnt verður beint frá mótinu í sjónvarpinu á rás 2 hjá RÚV.

Það stefnir í mikla veislu í Samskipahöllinni og harða og spennandi keppni á lokasprettinum, jafnt milli liða sem keppnisknapa og margir knapar orðnir óþreyjufullir að láta ljós sitt skína. Í lok keppninnar verða sigurvegarar krýndir bæði knapar og keppnislið. Staðan fyrir lokamótið er þessi:

Einstaklingskeppnin:

1. Jakob Svavar Sigurðsson 38 stig
2. Viðar Ingólfsson 23 stig
3. Elin Holst 20 stig

3. Davíð Jónsson 20 stig
3. Konráð Valur Sveinsson 20 stig

Liðakeppnin:

1. Hjarðartún 299 stig
2. Hrímnir / Export hestar 251,5 stig
3. Gangmyllan 236 stig.

  Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.