Davíð og Konráð sigurvegarar dagsins

Þá er skeiðmót Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum lokið og aðeins eitt mót eftir, 27. mars. Keppnin var æsispennandi en hún hófst á gæðingaskeiði. Það var Davíð Jónsson sem vann gæðingaskeiðið á Irpu frá Borgarnesi en þau hlutu 7.83 í einkunn. Með sömu einkunn var Jóhann Kristinn Ragnarsson á Þórvöru frá Lækjarbotnum í öðru sæti en þegar knapar eru jafnir í í fyrsta - öðru sæti í gæðingaskeiði ráða einkunnir dómara (þ.e. ekki tími) og stóð þá Davíð uppi sem sigurvegari. Í þriðja sæti var sigurvegari 150m. skeiðsins Konráð Valur á Kjarki með 7.54 í einkunn. Lið Hestvit / Árbakka hlaut liðaskjöldinn fyrir gæðingaskeiðið en liðsmenn eru Jóhann (2. sæti), Hinrik Bragason (5. sæti) og Gústaf Ásgeir Hinriksson (15.sæti).

Eins áður kom fram var það Konráð Valur Sveinsson sem vann 150m. skeiðið á Kjarki frá Árbæjarhjáleigu II með langbesta tíma dagsins 14,17 sek en þeir kepptu fyrir lið Top Reiter. En þetta er ótrúlegt par og er gaman að benda á það að þeir náðu þessum tíma í fjórða spretti en þeir kepptu einnig í gæðingaskeiðinu á undan 150m. skeiðinu. Í öðru sæti var liðsmaður Gangmyllunnar Sigurður Sigurðarson á Drift frá Hafsteinsstöðum en þau voru með tímann 14,92 sek og í þriðja sæti var Davíð Jónsson á Glóru frá Skógskoti með tímann 15,05 sek en þau keppa fyrir lið Eques/Kingsland. Það var lið Hjarðartúns sem hlaut liðaskjöldinn en tveir liðsmenn voru í topp tíu og sá þriðji í ellefta sæti, Hans Þór Hilmarsson (4.sæti), Þórarinn Ragnarsson (9.sæti) og Jakob S. Sigurðsson. 

Lið Hjarðartúns hefur náð að tryggja sér nokkuð góða forustu í liðakeppninni með 300 stig, 54,5 stigum á undan næsta liði, Hrímnis / Export hesta. Það er þó enn nóg af stigum eftir í pottinum en tvær greinar eru eftir tölt og flugskeið. Lið Hestvit/Árbakka átti góðan dag og náði að færa sig úr fimmta sætinu í það þriðja með 235,5 stig.

Jakob Svavar Sigurðsson er enn efstur í einstaklingskeppninni með 37 stig. Viðar Ingólfsson er í öðru sæti en hann náði að minnka muninn um tvö stig í dag og munar nú 14 stigum á þeim félögum. Í þriðja sæti eru þau jöfn Elin Holst, Davíð Jónsson og Konráð Valur með 20 stig. Það sem er gaman við skeiðdaginn að þá sjáum við oft nýja knapa blanda sér inn í einstaklingskeppnina en bæði Davíð og Konráð voru ekkert búnir að keppa fyrir daginn í dag og því báðir stigalausir. 

Hægt er að sjá meira um stöðu í einstaklings- og liðakeppninni inn á hér

Næsta mót fer fram föstudaginn 27.mars í Samskipahöllinni. Vegna samkomubanns verða engir áhorfendur á mótinu en allir geta fylgst með því í beinni á RÚV2 eða inn á oz.com/meistaradeildin

Hér fyrir neðan eru svo niðurstöður dagsins:

Niðurstöður - Gæðingaskeið

Sæti    Knapi    Hestur    Lið    Einkunn

1    Davíð Jónsson    Irpa frá Borgarnesi    Eques / Kingsland    7.83

2    Jóhann Kristinn Ragnarsson    Þórvör frá Lækjarbotnum    Hestvit / Árbakki    7.83

3    Konráð Valur Sveinsson    Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II    Top Reiter    7.54

4    Helga Una Björnsdóttir    Penni frá Eystra-Fróðholti    Hjarðartún    7.46

5    Hinrik Bragason    Hrafnhetta frá Hvannstóði    Hestvit / Árbakki    7.38

6    Sigursteinn Sumarliðason    Krókus frá Dalbæ    Eques / Kingsland    7.29

7    Jóhann Magnússon    Óskastjarna frá Fitjum    Auðsholtshjáleiga / Horse export / Strandarhöfuð    7.21

8    Sigurður Vignir Matthíasson    Léttir frá Eiríksstöðum    Ganghestar / Austurás    7.17

9    Viðar Ingólfsson    Ör frá Mið-Fossum    Hrímnir / Export hestar    6.79

10    Jakob Svavar Sigurðsson    Nökkvi frá Syðra-Skörðugili    Hjarðartún    6.75

11    Edda Rún Ragnarsdóttir    Tign frá Fornusöndum    Ganghestar / Austurás    6.75

12    Sigvaldi Lárus Guðmundsson    Tromma frá Skógskoti    Hrímnir / Export hestar    6.63

13    Ásmundur Ernir Snorrason    Fáfnir frá Efri-Rauðalæk    Auðsholtshjáleiga / Horse export / Strandarhöfuð    6.58

14    Sigurður Sigurðarson    Tromma frá Skúfslæk    Gangmyllan    6.54

15    Gústaf Ásgeir Hinriksson    Rangá frá Torfunesi    Hestvit / Árbakki    6.54

16    Hans Þór Hilmarsson    Goði frá Bjarnarhöfn    Hjarðartún    6.54

17    Fredrica Fagerlund    Snær frá Keldudal    Hrímnir / Export hestar    6.50

18    Bergur Jónsson    Gjóska frá Kolsholti 3    Gangmyllan    6.50

19    Sylvía Sigurbjörnsdóttir    Hálfdán frá Oddhóli    Auðsholtshjáleiga / Horse export / Strandarhöfuð    6.46

20    Hanna Rún Ingibergsdóttir    Flótti frá Meiri-Tungu 1    Eques / Kingsland    6.42

21    Glódís Rún Sigurðardóttir    Leira-Björk frá Naustum    Ganghestar / Austurás    6.00

22    Ævar Örn Guðjónsson    Tanja frá Eystri-Hól    Gangmyllan    5.75

23    Árni Björn Pálsson    Seiður frá Hlíðarbergi    Top Reiter    3.21

24    Teitur Árnason    Bandvöttur frá Miklabæ    Top Reiter    0.33

 

Niðurstöður - 150m. skeið

Sæti    Knapi    Hestur    Lið    Betri tími

1    Konráð Valur Sveinsson    Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II    Top Reiter    14.17

2    Sigurður Sigurðarson    Drift frá Hafsteinsstöðum    Gangmyllan    14.92

3    Davíð Jónsson    Glóra frá Skógskoti    Eques / Kingsland    15.05

4    Hans Þór Hilmarsson    Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði    Hjarðartún    15.08

5    Þórdís Erla Gunnarsdóttir    Óskastjarna frá Fitjum    Auðsholtshjáleiga / Horse export / Strandarhöfuð    15.11

6    Guðmundur Friðrik Björgvinsson    Stolt frá Laugavöllum    Eques / Kingsland    15.11

7    Jóhann Kristinn Ragnarsson    Þórvör frá Lækjarbotnum    Hestvit / Árbakki    15.20

8    Gústaf Ásgeir Hinriksson    Rangá frá Torfunesi    Hestvit / Árbakki    15.30

9    Þórarinn Ragnarsson    Funi frá Hofi    Hjarðartún    15.30

10    Hinrik Bragason    Hrafnhetta frá Hvannstóði    Hestvit / Árbakki    15.35

11    Jakob Svavar Sigurðsson    Skúta frá Skák    Hjarðartún    15.36

12    Viðar Ingólfsson    Ópall frá Miðási    Hrímnir / Export hestar    15.38

13    Fredrica Fagerlund    Snær frá Keldudal    Hrímnir / Export hestar    15.42

14    Ásmundur Ernir Snorrason    Fáfnir frá Efri-Rauðalæk    Auðsholtshjáleiga / Horse export / Strandarhöfuð    15.60

15    Bergur Jónsson    Sædís frá Ketilsstöðum    Gangmyllan    15.62

16    Jóhann Magnússon    Óskastjarna frá Fitjum    Auðsholtshjáleiga / Horse export / Strandarhöfuð    15.65

17    Sigurður Vignir Matthíasson    Léttir frá Eiríksstöðum    Ganghestar / Austurás    15.73

18    Flosi Ólafsson    Snafs frá Stóra-Hofi    Hrímnir / Export hestar    15.92

19    Edda Rún Ragnarsdóttir    Tign frá Fornusöndum    Ganghestar / Austurás    16.77

20    Hanna Rún Ingibergsdóttir    Birta frá Suður-Nýjabæ    Eques / Kingsland    16.78

21-24    Teitur Árnason    Loki frá Kvistum    Top Reiter    0.00

21-24    Glódís Rún Sigurðardóttir    Blikka frá Þóroddsstöðum    Ganghestar / Austurás    0.00

21-24    Árni Björn Pálsson    Seiður frá Hlíðarbergi    Top Reiter    0.00

 Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.