Elin vinnur annað árið í röð

Elin Holst vann gæðingafimina annað árið í röð á Frama frá Ketilsstöðum en þau keppa fyrir lið Gangmyllunnar. Þau voru efst eftir forkeppni með 8.00 í einkunn en í úrslitum gerðu þau enn betur og hlutu 8.48 í einkunn. Liðsfélagi hennar Olil Amble endaði í öðru sæti á Álfakletti frá Syðri-Gegnishólum með 7.98 í einkunn og þarf því engan að undra að lið Gangmyllunnar var stighæsta lið dagsins. Í þriðja sæti var Viðar Ingólfsson á Maístjörnu frá Árbæjarhjáleigu II með 7.88 í einkunn en Viðar keppir fyrir lið Hrímni/Export hesta.

Jakob Svavar Sigurðsson er enn efstur í einstaklingskeppninni með 37 stig en Viðar Ingólfsson kemur þar á eftir með 21 stig og þriðja er Elin Holst með 20 stig.

Lið Hjarðartúns leiðir með 203 stig, í öðru sæti er Hrímnir / Export hestar með 177,5 stig og hálfu stigi þar á eftir er lið Gangmyllunnar. 

Næsta mót Meistaradeildarinn er næsta laugardag, 14.mars en þá verður keppt í 150m. skeiði og gæðingaskeiði. Mótið fer fram á Selfossi.
 

Niðurstöður - A úrslit - Gæðingafimi

Sæti Knapi Hestur Lið Aðaleinkunn

1 Elin Holst Frami frá Ketilsstöðum Gangmyllan 8.48

2 Olil Amble Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum Gangmyllan 7.98

3 Viðar Ingólfsson Maístjarna frá Árbæjarhjáleigu II Hrímnir / Export hestar 7.88

4 Jakob Svavar Sigurðsson Hálfmáni frá Steinsholti Hjarðartún 7.87

5 Sylvía Sigurbjörnsdóttir Héðinn Skúli frá Oddhóli Auðsholtshjáleiga / Horse export 7.83

6 Teitur Árnason Arthúr frá Baldurshaga Top Reiter 7.48 


 

Niðurstöður - Forkeppni - Gæðingafimi

Sæti Knapi Hestur Lið Aðaleinkunn

1 Elin Holst Frami frá Ketilsstöðum Gangmyllan 8

2 Olil Amble Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum Gangmyllan 7.93

3 Sylvía Sigurbjörnsdóttir Héðinn Skúli frá Oddhóli Auðsholtshjáleiga / Horse export 7.83

4 Jakob Svavar Sigurðsson Hálfmáni frá Steinsholti Hjarðartún 7.73

5 Viðar Ingólfsson Maístjarna frá Árbæjarhjáleigu II Hrímnir / Export hestar 7.6

6 Teitur Árnason Arthúr frá Baldurshaga Top Reiter 7.57

7 Árni Björn Pálsson Hátíð frá Hemlu II Top Reiter 7.53

8 Þórarinn Ragnarsson Leikur frá Vesturkoti Hjarðartún 7.2

8 Fredrica Fagerlund Stormur frá Yztafelli Hrímnir / Export hestar 7.2

8 Hanna Rún Ingibergsdóttir Ísrún frá Kirkjubæ Eques / Kingsland 7.2

8 Julio Borba Glampi frá Ketilsstöðum Gangmyllan 7.2

12 Hulda Gústafsdóttir Sesar frá Lönguskák Hestvit / Árbakki 7.1

13 Matthías Leó Matthíasson Taktur frá Vakurstöðum Eques / Kingsland 7.07

14 Flosi Ólafsson Frami frá Ferjukoti Hrímnir / Export hestar 7.03

15 Eyrún Ýr Pálsdóttir Njörður frá Flugumýri II Top Reiter 7

16 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bárður frá Melabergi Hestvit / Árbakki 6.97

17 Glódís Rún Sigurðardóttir Glymjandi frá Íbishóli Ganghestar / Austurás 6.93

17 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ Ganghestar / Austurás 6.93

19 Helga Una Björnsdóttir Vallarsól frá Völlum Hjarðartún 6.87

20 Telma Lucinda Tómasson Baron frá Bala 1 Ganghestar / Austurás 6.67

21 Ásmundur Ernir Snorrason Hnyðja frá Koltursey Auðsholtshjáleiga / Horse export 6.67

21 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Fengur frá Auðsholtshjáleigu Auðsholtshjáleiga / Horse export 6.67

23 Guðmundur Friðrik Björgvinsson Sölvi frá Auðsholtshjáleigu Eques / Kingsland 6.37

24 Hinrik Bragason Krummi frá Höfðabakka Hestvit / Árbakki 6.07

 



Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.