Jakob vinnur þriðja árið í röð
Það ríkti mikil spenna meðal hestaáhugamanna fyrir keppni í fimmgangi í Meistaradeildinni sem fram fór í Samskipahöllinni í Spretti í gærkvöldi. Nokkrir knapar lentu í erfiðleikum í sýningum sýnum og þá sérstaklega á skeiði, en það að leggja hest til skeiðs á litlum velli innandyra er með því erfiðara sem knapar framkvæma á hestum sínum.
Eftir forkeppni leiddi Olil Amble á Álfakletti frá Syðri-Gegnishólum en þetta var frumraun þeirra í keppni. Aldeilis lofandi keppnishestur þar á ferðinni. Eyrún Ýr Pálsdóttir á Hrannari frá Flugumýri var önnur og þá voru þeir jafnir í þriðja til fjórða sætinu Viðar Ingólfsson og Huginn frá Bergi og Elvar Þormarsson og Klassík frá Skíðbakka. Þórarinn Ragnarsson var fimmti að lokinni forkeppni og sigurvegari síðustu tveggja ára í þessari grein, Jakob Svavar Sigurðsson og Skýr frá Skálakoti voru síðastir inn í úrslit í sjötta sætinu.
Í a-úrslitunum þurfti svo að grípa til sætaröðunar dómara til að skera úr um sigurvegara en þau voru jöfn í 1-2 sæti Jakob Svavar og Eyrún Ýr. Það fór svo að Jakob Svavar stóð uppi sem sigurvegari þriðja árið í röð á mýktarhestinum Ský frá Skálakoti.
Stigahæsta lið kvöldsins var lið Hjarðartúns en allir þrír knapar þessa liðs komust í úrslit þeir Jakob Svavar, Elvar og Þórarinn.
Næsta keppni fer fram sunnudaginn 8.mars en þá verður keppt í gæðingafimi
| Fimmgangur F1 | |||
| Opinn flokkur – Meistaraflokkur | |||
| Forkeppni | |||
| Sæti | Knapi | Hross | Einkunn |
| 1 | Olil Amble | Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum | 7,33 |
| 2 | Eyrún Ýr Pálsdóttir | Hrannar frá Flugumýri II | 7,23 |
| 3-4 | Viðar Ingólfsson | Huginn frá Bergi | 7,10 |
| 3-4 | Elvar Þormarsson | Klassík frá Skíðbakka I | 7,10 |
| 5 | Þórarinn Ragnarsson | Ronja frá Vesturkoti | 7,07 |
| 6 | Jakob Svavar Sigurðsson | Skýr frá Skálakoti | 7,00 |
| 7 | Ásmundur Ernir Snorrason | Kaldi frá Ytra-Vallholti | 6,87 |
| 8 | Hanna Rún Ingibergsdóttir | Dropi frá Kirkjubæ | 6,83 |
| 9 | Daníel Jónsson | Halla frá Flekkudal | 6,77 |
| 10 | Flosi Ólafsson | Dreyri frá Hofi I | 6,73 |
| 11 | Árni Björn Pálsson | Jökull frá Breiðholti í Flóa | 6,67 |
| 12 | Gústaf Ásgeir Hinriksson | Brynjar frá Bakkakoti | 6,57 |
| 13 | Sylvía Sigurbjörnsdóttir | Héðinn Skúli frá Oddhóli | 6,50 |
| 14 | Sigurður Vignir Matthíasson | Slyngur frá Fossi | 6,40 |
| 15 | Magnús Bragi Magnússon | Rosi frá Berglandi I | 6,27 |
| 16 | Elin Holst | Spurning frá Syðri-Gegnishólum | 6,23 |
| 17 | Guðmundur Björgvinsson | Elrir frá Rauðalæk | 6,20 |
| 18 | Hinrik Bragason | Lukku-Láki frá Stóra-Vatnsskarði | 6,10 |
| 19 | Sigurður Sigurðarson | Galdur frá Leirubakka | 5,80 |
| 20-21 | Arnar Bjarki Sigurðarson | Ramóna frá Hólshúsum | 5,60 |
| 20-21 | Hulda Gústafsdóttir | Byr frá Borgarnesi | 5,60 |
| 22 | Jóhann Magnússon | Frelsun frá Bessastöðum | 5,30 |
| 23 | Sigursteinn Sumarliðason | Heimir frá Flugumýri II | 4,90 |
| 24 | Glódís Rún Sigurðardóttir | Eldur frá Hrafnsholti | 4,67 |
| 25 | Teitur Árnason | Sjóður frá Kirkjubæ | 0,00 |
| A úrslit | |||
| Sæti | Knapi | Hross | Einkunn |
| 1-2 | Jakob Svavar Sigurðsson | Skýr frá Skálakoti | 7,71 |
| 1-2 | Eyrún Ýr Pálsdóttir | Hrannar frá Flugumýri II | 7,71 |
| 3 | Olil Amble | Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum | 7,57 |
| 4 | Elvar Þormarsson | Klassík frá Skíðbakka I | 7,29 |
| 5 | Viðar Ingólfsson | Huginn frá Bergi | 6,90 |
| 6 | Þórarinn Ragnarsson | Ronja frá Vesturkoti | 6,86 |


