Ráslisti fyrir fimmganginn
Ráslistinn er klár fyrir fimmganginn en Flosi Ólafsson ríður á vaðið á Dreyra frá Hofi I en þeir keppa fyrir Hrímni / Export hesta. Keppni hefst kl. 19:00 í Samskipahöllinni í Spretti í Kópavogi. Jakob S. Sigurðsson hefur unnið þessa grein síðustu tvö ár á Ský frá Skálakoti en þeir mæta aftur í ár og ætla sér líklega sigur. Á ráslistanum er einnig villiköttur sem keppir fyrir lið Ganghesta / Austurás og uppboðsætið hefur einnig verið keypt en það kemur í ljós á fimmtudaginn hverjir þessir tveir knapar verða. Það eru margir spennandi hestar skráðir til leiks, gamlar kempur sem og nýjar óreyndar vonarstjörnur.
Húsið opnar á slaginu 17:00 en eins og áður er um að gera að mæta snemma og gæða sér á hunangsskinku með sykurbrúnuðum kartöflum og sveppasósu ásamt tilheyrandi meðlæti.
Miðasala er í fullum gangi á tix.is og í verslun Líflands en ársmiðinn kostar 5.000 kr en einnig verður selt inn á staka viðburði. Ársmiðinn er einnig happadrættismiði en dregið verður úr seldum ársmiðum og eru glæsilegir vinningar í boði frá Líflandi, Top Reiter, Litlu hestabúðinni, Toyota Selfossi og folatollar undir marga af glæsilegustu stóðhestum landsins.
Bein útsending verður á RÚV2 og fyrir þá sem staddir eru erlendis er hægt að gerast áskrifandi að deildinni á oz.com/meistaradeildin.
Hlökkum til að sjá ykkur í vetur.
Fimmgangur F1 - Meistaraflokkur
Nr. Knapi Hestur Faðir Móðir Litur Aldur Lið
1 Flosi Ólafsson Dreyri frá Hofi I Mjölnir frá Hlemmiskeiði 3 Gifting frá Hofi I Rauður 7 Hrímnir / Export hestar
2 Árni Björn Pálsson Jökull frá Breiðholti í Flóa Huginn frá Haga I Gunnvör frá Miðsitju Grár 7 Top Reiter
3 Sylvía Sigurbjörnsdóttir Héðinn Skúli frá Oddhóli Grunur frá Oddhóli Folda frá Lundi Móálóttur 15 Auðsholtshjáleiga / Strandarhöfuð
4 Jakob Svavar Sigurðsson Skýr frá Skálakoti Sólon frá Skáney Vök frá Skálakoti Rauðbles. 13 Hjarðartún
5 Sigursteinn Sumarliðason Heimir frá Flugumýri II Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum Hending frá Flugumýri Bleikál. 9 Eques / Kingsland
6 Hinrik Bragason Lukku-Láki frá Stóra-Vatnsskarði Álfur frá Selfossi Lukka frá Stóra-Vatnsskarði Rauðskj.11 Hestvit / Árbakki
7 Uppboðssæti
8 Glódís Rún Sigurðardóttir Eldur frá Hrafnsholti Frakkur frá Langholti Hekla frá Norður-Hvammi Rauður 8 Ganghestar / Austurás
9 Elin Holst Spurning frá Syðri-Gegnishólum Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum Mylla frá Selfossi Grár 8 Gangmyllan
10 Teitur Árnason Sjóður frá Kirkjubæ Sær frá Bakkakoti Þyrnirós frá Kirkjubæ Brúnn 13 Top Reiter
11 Gústaf Ásgeir Hinriksson Brynjar frá Bakkakoti Frakkur frá Langholti Smella frá Bakkakoti Jarpur 9 Hestvit / Árbakki
12 Olil Amble Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum Stáli frá Kjarri Álfadís frá Selfossi Móálóttur 7 Gangmyllan
13 Guðmundur Björgvinsson Elrir frá Rauðalæk Arnþór frá Auðsholtshjáleigu Elísa frá Feti Rauðstj. 9 Eques / Kingsland
14 Elvar Þormarsson Klassík frá Skíðbakka I Ísak frá Skíðbakka I Kolfinna frá Kjörseyri 2 Brún 8 Hjarðartún
15 Arnar Bjarki Sigurðarson Ramóna frá Hólshúsum Spuni frá Vesturkoti Sædís frá Auðsholtshjáleigu Brún 8 Hrímnir / Export hestar
16 Sigurður Vignir Matthíasson Slyngur frá FossiHringur frá FossiSnör frá TóftumBrúnn9Ganghestar / Austurás
17 Ásmundur Ernir Snorrason Kaldi frá Ytra-Vallholti Knár frá Ytra-Vallholti Apríl frá Skeggsstöðum Móálóttur 9 Auðsholtshjáleiga / Strandarhöfuð
18 Hanna Rún Ingibergsdóttir Dropi frá Kirkjubæ Kiljan frá Steinnesi Dögg frá Kirkjubæ Rauður 9 Eques / Kingsland
19 Sigurður Sigurðarson Galdur frá Leirubakka Glymur frá Flekkudal Skylda frá Leirubakka Rauðstj. 8 Gangmyllan
20 Eyrún Ýr Pálsdóttir Hrannar frá Flugumýri II Kraftur frá Bringu Hending frá Flugumýri Brúnn 14 Top Reiter
21 Hulda Gústafsdóttir Byr frá Borgarnesi Hlynur frá Haukatungu Syðri 1 Ísold frá Leirulækjarseli 2 Vind.stj.11 Hestvit / Árbakki
22 Villiköttur Ganghestar / Austurás
23 Jóhann Magnússon Frelsun frá Bessastöðum Óskasteinn frá Íbishóli Bylting frá Bessastöðum Jarpur 7 Auðsholtshjáleiga / Strandarhöfuð
24 Þórarinn Ragnarsson Ronja frá Vesturkoti Spuni frá Vesturkoti Hrafnhetta frá Steinnesi Brúnskj. 7 Hjarðartún
25 Viðar Ingólfsson Huginn frá Bergi Krókur frá Ytra-Dalsgerði Hilda frá Bjarnarhöfn Brúnn 7 Hrímnir / Export hestar