Ráslisti fyrir fjórganginn

Meistaradeildin í hestaíþróttum hefst á fimmtudaginn á keppni í fjórgangi í TM Höllinni í Víðidal í Reykjavík. Keppni hefst klukkan 19:00 en fyrstur í braut er Teitur Árnason á Arthúri frá Baldurshaga en þetta er frumraun þeirra á hringvelli. Þetta stefnir í hörkuspennandi keppni en á ráslistanum eru þræl reynd keppnispör, sem dæmi Elin Holst á Frama frá Ketilsstöðum og Siguroddur Pétursson á Stegg frá Hrísdal, í bland við minna þekkt pör líkt og Glódísi Rún Sigurðardóttir á Glymjanda frá Íbishóli og Flosa Ólafsson á Frama frá Ferjukoti.

Miðasala er í fullum gangi á tix.is og í verslun Líflands en ársmiðinn kostar 5.000 kr en einnig verður selt inn á staka viðburði. Ársmiðinn er einnig happadrættismiði en dregið verður úr seldum ársmiðum og eru glæsilegir vinningar í boði frá Líflandi, Top Reiter, Litlu hestabúðinni, Toyota Selfossi og folatollar undir marga af glæsilegustu stóðhestum landsins. 

Bein útsending verður á RÚV2 og fyrir þá sem staddir eru erlendis er hægt að gerast áskrifandi að deildinni á oz.com/meistaradeildin.

Hlökkum til að sjá ykkur í vetur. 

Ráslisti - Fjórgangur V1 

Nr. Knapi Hestur Faðir Móðir Litur Aldur Lið

1 Teitur Árnason Arthúr frá Baldurshaga Ársæll frá Hemlu II Kengála frá Búlandi Moldóttur 9 Top Reiter

2 Hulda Gústafsdóttir Sesar frá Lönguskák Ágústínus frá Melaleiti Hugdís frá Lækjarbotnum Jarpur 9 Hestvit / Árbakki

3 Helga Una Björnsdóttir Hnokki frá Eylandi Álfur frá Selfossi Hnáta frá Hábæ Rauður 7 Hjarðartún

4 Flosi Ólafsson Frami frá Ferjukoti Gaumur frá Auðsholtshjáleigu Skýla frá Kanastöðum Jarpur 9 Hrímnir / Export hestar

5 Guðmundur Björgvinsson Jökull frá Rauðalæk Hrímnir frá Ósi Karitas frá Kommu Grár 8 Eques / Kingsland

6 Sylvía Sigurbjörnsdóttir Kolbakur frá Morastöðum Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum Kolbrá frá Litla-Dal Jarpur 9 Auðsholtshjáleiga / Strandarhöfuð

7 Elin Holst Frami frá Ketilsstöðum Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum Framkvæmd frá Ketilsstöðum Brúnn 13 Gangmyllan

8 Glódís Rún Sigurðardóttir Glymjandi frá Íbishóli Dynjandi frá Íbishóli Salka frá Tumabrekku Brúnn 9 Ganghestar / Austurás

9 Gústaf Ásgeir Hinriksson Kría frá Kópavogi Klettur frá Hvammi Birta frá Kópavogi Grár 9 Hestvit / Árbakki

10 Jakob Svavar Sigurðsson Hálfmáni frá Steinsholti Abel frá Eskiholti II Birna frá Ketilsstöðum Rauðstj. 9 Hjarðartún

11 Matthías Leó Matthíasson Taktur frá Vakurstöðum Smári frá Skagaströnd Líra frá Vakurstöðum Brúnn 9 Eques / Kingsland

12 Siguroddur Pétursson Steggur frá Hrísdal Þristur frá Feti Mánadís frá Margrétarhofi Bleikál.skjó. 11 Hrímnir / Export hestar

13 Ragnhildur Haraldsdóttir Vákur frá Vatnsenda Mídas frá Kaldbak Dáð frá Halldórsstöðum Jarpur 10 Ganghestar / Austurás

14 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Sproti frá Enni Orri frá Þúfu í Landeyjum Sending frá Enni Brúnn 12 Auðsholtshjáleiga / Strandarhöfuð

15 Árni Björn Pálsson Hátíð frá Hemlu II Þröstur frá Hvammi Hafrún frá Hemlu II Brúnn 10 Top Reiter

16 Sigurður Sigurðarson Rauðka frá Ketilsstöðum Skýr frá Skálakoti Spes frá Ketilsstöðum Rauður 8 Gangmyllan

17 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bárður frá Melabergi Héðinn frá Feti Skrítla frá Grímstungu Grár 10 Hestvit / Árbakki

18 Hanna Rún Ingibergsdóttir Grímur frá Skógarási Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum Lind frá Ármóti Jarpbles.leist. 9 Eques / Kingsland

19 Telma Tómasson Baron frá Bala 1 Stæll frá Neðra-Seli Beta frá Forsæti Móálóttur 11 Ganghestar / Austurás

20 Ásmundur Ernir Snorrason Dökkvi frá Strandarhöfði Hróður frá Refsstöðum Dimma frá Strandarhöfði Brúnn 10 Auðsholtshjáleiga / Strandarhöfuð

21 Þórarinn Ragnarsson Leikur frá Vesturkoti Spuni frá Vesturkoti Líf frá Þúfu í Landeyjum Jarpur 9 Hjarðartún

22 Eyrún Ýr Pálsdóttir Askur frá Gillastöðum Smári frá Skagaströnd Klófífa frá Gillastöðum Jarpur 8 Top Reiter

23 Arnar Bjarki Sigurðarson Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum Gammur frá Steinnesi Irpa frá Skeggsstöðum Brúnn 13 Hrímnir / Export hestar

24 Bergur Jónsson Álfgrímur frá Syðri-Gegnishólum Orri frá Þúfu í Landeyjum Álfadís frá Selfossi Rauðskj. 9 Gangmyllan

 


Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.