Meistaradeildin hefst 30 janúar

Meistaradeildin í hestaíþróttum hefur göngu sína þann 30.janúar 2020. Aðalfundur deildarinnar var haldinn í lok síðasta mánaðar og innan deildarinnar ríkir góður andi. Nýjir knapar og lið hafa bæst í hópinn og munum við kynna þau nánar á næstu dögum.

Ný stjórn var valin, Ingibjörg Guðmundsdóttir heldur áfram sem formaður deildarinnar en ný í stjórn eru þau Hulda Finnsdóttir, gjaldkeri, Helga Gísladóttir, ritari, Karl Áki Sigurðsson, meðstjórnandi, og Sigríður Pjétursdóttir, meðstjórnandi og yfirdómari. Vill deildin þakka fyrri stjórn fyrir frábær störf, þeim Örvari Kjærnested, Ólafi Árnasyni, Þorvarði Friðbjörnssyni og Loga Laxdal.

Hér fyrir neðan er svo dagskrá vetrarins.

Dagskrá 2020

Dagsetning     Grein Staðsetning
30.janúar Fimmtudagur 18:30   Fjórgangur V1  
13. febrúar Fimmtudagur 19:00   Slaktaumatölt T2  
27. febrúar Fimmtudagur 19:00   Fimmgangur F1  
8. mars Sunnudagur   Gæðingafimi  
14. mars Laugardagur 13:00   Gæðingaskeið og 150m. skeið  
26. mars Fimmtudagur 19:00   Tölt T1 og flugskeið  


Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.