Uppskeruhátíð Meistaradeildarinnar

Uppskeruhátíð Meistaradeildarinnar fór fram fyrir stuttu en þar mættu knapar og liðseigendur og áttu saman gott kvöld. Nokkrar viðurkenningar voru veittar en valinn var fagmannlegasti knapinn og skemmtilegasta liðið en einnig voru veittar viðurkenningar fyrir vinsælustu Instagram myndina og myndbandið. 

Fagmannlegasti knapinn árið 2019 er Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og er lið Torfhús það skemmtilegasta. Ásmundur Ernir Snorrason og Frægur frá Strandarhöfði áttu vinsælustu Instagram myndina en vinsælasta myndbandið var af Bergi Jónssyni á Glampa frá Ketilsstöðum.



Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.