Hrímnir/Export hestar stigahæsta liðið

Liðakeppni Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum 2019 sigraði lið Hrímnis/Export hesta en þeir hlutu 360 stig. Liðsmenn eru Viðar Ingólfsson (liðsstjóri), Hans Þór Hilmarsson, Helga Una Björnsdóttir, Siguroddur Pétursson og Þórarinn Ragnarsson. Hrímnir / Export hestar voru í öðru sæti meira og minna í gegnum allt tímabilið en fyrir skeiðmótið voru þeir komnir í þriðja sæti á eftir Top Reiter og Gangmyllunni. Eftir gífurlega gott gengi á skeiðmótinu þar sem þau urðu stigahæsta liðið í 150m. skeiðinu náðu þeir topp sætinu og héldu því allt til loka. Í öðru sæti varð lið Top Reiter með 338,5 stig og í því þriðja varð lið Líflands með 325,5 stig.

Niðurstöður úr liða- og einstaklingskeppni er hægt að sjá hér

Sigurvegarar, knapi og lið, einstakra greina árið 2019.

Fjórgangur Árni Björn Pálsson Top Reiter
Gæðingafimi Elin Holst Gangmyllan
Fimmgangur Jakob Svavar Sigurðsson Ganghestar/Margrétarhof
Tölt Jakob Svavar Sigurðsson Hrímnir / Export hestar 
150m. skeið Hans Þór Hilmarsson Hrímnir / Export hestar 
Gæðingaskeið Jóhann Kristinn Ragnarsson Lífland
Slaktaumatölt Jakob Svavar Sigurðsson Top Reiter 
Flugskeið Guðmundur Björgvinsson Lífland


Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.