Hörkuhestar á ráslistanum fyrir gæðingafimina

Það stefnir allt í hörku keppni í gæðingafiminni sem fer fram nú á fimmtudaginn 14.mars í TM höllinni í Víðidal í Reykjavík.  Jóhanna Margrét Snorradóttir er fyrst í braut en hún keppir á hestinum Kára frá Ásbrú fyrir hönd Hestvits/Árbakka/Sumarliðabæ.

Það var Árni Björn Pálsson sem sigraði þessa grein í fyrra á Flaumi frá Sólvangi en þeir félagar eru skráðir aftur til leiks. Jakob Svavar Sigurðsson er efstur í einstaklingskeppninni enn hann mætir með Konsert frá Hofi en eflaust margir eru spenntir að sjá hann í þessari grein. Aðalheiður Anna og Óskar frá Breiðsstöðum voru þriðju í þessari grein í fyrra og ætla sér eflaust að gera góða hluti á fimmtudaginn en hún er í öðru sæti í einstaklingskeppninni.

Það var mikið um villiketti í þessari grein í fyrra en ekkert er um þá í ár. Mjótt er á munum í liðakeppninni og verður spennandi að sjá hver niðurstaðan verður eftir gæðingafimina en enginn mun gefa tommu eftir.

Húsið opnar kl. 17:00 en eins og áður verður næg dagskrá þangað til keppni hefst. Dýrindis veitingar verða í boði, lambafil, kalkún, ferskt salat, rótargrænmeti, bearnaise og sveppasósa. Steinar Sigurbjörnsson mun síðan verða með afar áhugaverðan fyrirlestur í matsalnum kl 17:45. Um að gera að mæta tímanlega!  Keppni hefst síðan á slaginu 19:00

Miðasala er í fullum gangi inn á tix.is en einnig verður hægt að horfa á deildina í beinni á RÚV2. Næstu mót eru síðan skeiðmótið þann 23.mars og lokamótið 4.apríl að Fákaseli, Ingólfshvoli.

Ráslisti - Gæðingafimi

Nr. Knapi Hestur Faðir Móðir Litur Aldur Lið
1 Jóhanna Margrét Snorradóttir Kári frá Ásbrú Kappi frá Kommu Samba frá Miðsitju Brúnn 9 Hestvit/Árbakki/Sumarliðabær
2 Árni Björn Pálsson Flaumur frá Sólvangi Gaumur frá Auðsholtshjáleigu Fluga frá Breiðabólsstað Jarpur 10 Top Reiter
3 Hanne Oustad Smidesang Roði frá Hala Mídas frá Kaldbak Fiðla frá Hala Rauður 10 Torfhús retreat
4 Teitur Árnason Brúney frá Grafarkoti Grettir frá Grafarkoti Surtsey frá Gröf Vatnsnesi Brún 13 Top Reiter
5 Ólafur Andri Guðmundsson Gerpla frá Feti Dugur frá Þúfu í Landeyjum Svartafjöður frá Feti Brún 8 Ganghestar/Margrétarhof
6 Hanna Rún Ingibergsdóttir Grímur frá Skógarási Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum Lind frá Ármóti Jarpbles. 8 Lífland
7 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ Gjafar frá Hvoli Ösp frá Kollaleiru Brúnn 6 Ganghestar/Margrétarhof
8 Jakob Svavar Sigurðsson Konsert frá Hofi Ómur frá Kvistum Kantata frá Hofi Bleikstj. 9 Lífland
9 Hinrik Bragason Prins frá Hellu Þóroddur frá Þóroddsstöðum Perla frá Árbæ Rauðgló. 10 Hestvit/Árbakki/Sumarliðabær
10 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Sproti frá Enni Orri frá Þúfu í Landeyjum Sending frá Enni Brúnn 11 Auðsholtshjáleiga
11 Eyrún Ýr Pálsdóttir Kjarval frá Blönduósi Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum Aríel frá Höskuldsstöðum Grár 15 Top Reiter
12 Elin Holst Frami frá Ketilsstöðum Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum Framkvæmd frá Ketilsstöðum Brúnn 12 Gangmyllan
13 Hulda Gústafsdóttir Draupnir frá Brautarholti Aron frá Strandarhöfði Alda frá Brautarholti Brúnn 10 Hestvit/Árbakki/Sumarliðabær
14 Þórarinn Ragnarsson Leikur frá Vesturkoti Spuni frá Vesturkoti Líf frá Þúfu í Landeyjum Japur 8 Hrímnir/Export hestar
15 Ásmundur Ernir Snorrason Frægur frá Strandarhöfði Hnokki frá Fellskoti Framtíð frá Árnagerði Rauður 10 Auðsholtshjáleiga
16 Bergur Jónsson Glampi frá Ketilsstöðum Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum Ör frá Ketilsstöðum Rauðnös. 8 Gangmyllan
17 Sigurbjörn Bárðarson Nagli frá Flagbjarnarholti Geisli frá Sælukoti Surtsey frá Feti Brúnn 11 Torfhús retreat
18 Viðar Ingólfsson Maístjarna frá Árbæjarhjáleigu II Óskar frá Blesastöðum 1A Móa frá Skarði Brún 8 Hrímnir/Export hestar
19 Guðmundur Björgvinsson Herkúles frá Ragnheiðarstöðum Álfur frá Selfossi Hending frá Úlfsstöðum Rauðskj. 9 Lífland
20 Olil Amble Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum Keilir frá Miðsitju Álfadís frá Selfossi Bleikbles. 10 Gangmyllan
21 Arnar Bjarki Sigurðarson Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum Gammur frá Steinnesi Irpa frá Skeggsstöðum Brúnn 12 Torfhús retreat
22 Helga Una Björnsdóttir Þoka frá Hamarsey Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum Þruma frá Hólshúsum Bleikál 8 Hrímnir/Export hestar
23 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Óskar frá Breiðstöðum Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum Fantasía frá Breiðstöðum Jarpur 8 Ganghestar/Margrétarhof


Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.