Hörkuhestar á ráslistanum fyrir gæðingafimina
Það stefnir allt í hörku keppni í gæðingafiminni sem fer fram nú á fimmtudaginn 14.mars í TM höllinni í Víðidal í Reykjavík. Jóhanna Margrét Snorradóttir er fyrst í braut en hún keppir á hestinum Kára frá Ásbrú fyrir hönd Hestvits/Árbakka/Sumarliðabæ.
Það var Árni Björn Pálsson sem sigraði þessa grein í fyrra á Flaumi frá Sólvangi en þeir félagar eru skráðir aftur til leiks. Jakob Svavar Sigurðsson er efstur í einstaklingskeppninni enn hann mætir með Konsert frá Hofi en eflaust margir eru spenntir að sjá hann í þessari grein. Aðalheiður Anna og Óskar frá Breiðsstöðum voru þriðju í þessari grein í fyrra og ætla sér eflaust að gera góða hluti á fimmtudaginn en hún er í öðru sæti í einstaklingskeppninni.
Það var mikið um villiketti í þessari grein í fyrra en ekkert er um þá í ár. Mjótt er á munum í liðakeppninni og verður spennandi að sjá hver niðurstaðan verður eftir gæðingafimina en enginn mun gefa tommu eftir.
Húsið opnar kl. 17:00 en eins og áður verður næg dagskrá þangað til keppni hefst. Dýrindis veitingar verða í boði, lambafil, kalkún, ferskt salat, rótargrænmeti, bearnaise og sveppasósa. Steinar Sigurbjörnsson mun síðan verða með afar áhugaverðan fyrirlestur í matsalnum kl 17:45. Um að gera að mæta tímanlega! Keppni hefst síðan á slaginu 19:00
Miðasala er í fullum gangi inn á tix.is en einnig verður hægt að horfa á deildina í beinni á RÚV2. Næstu mót eru síðan skeiðmótið þann 23.mars og lokamótið 4.apríl að Fákaseli, Ingólfshvoli.
Ráslisti - Gæðingafimi
Nr. | Knapi | Hestur | Faðir | Móðir | Litur | Aldur | Lið |
1 | Jóhanna Margrét Snorradóttir | Kári frá Ásbrú | Kappi frá Kommu | Samba frá Miðsitju | Brúnn | 9 | Hestvit/Árbakki/Sumarliðabær |
2 | Árni Björn Pálsson | Flaumur frá Sólvangi | Gaumur frá Auðsholtshjáleigu | Fluga frá Breiðabólsstað | Jarpur | 10 | Top Reiter |
3 | Hanne Oustad Smidesang | Roði frá Hala | Mídas frá Kaldbak | Fiðla frá Hala | Rauður | 10 | Torfhús retreat |
4 | Teitur Árnason | Brúney frá Grafarkoti | Grettir frá Grafarkoti | Surtsey frá Gröf Vatnsnesi | Brún | 13 | Top Reiter |
5 | Ólafur Andri Guðmundsson | Gerpla frá Feti | Dugur frá Þúfu í Landeyjum | Svartafjöður frá Feti | Brún | 8 | Ganghestar/Margrétarhof |
6 | Hanna Rún Ingibergsdóttir | Grímur frá Skógarási | Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum | Lind frá Ármóti | Jarpbles. | 8 | Lífland |
7 | Ragnhildur Haraldsdóttir | Úlfur frá Mosfellsbæ | Gjafar frá Hvoli | Ösp frá Kollaleiru | Brúnn | 6 | Ganghestar/Margrétarhof |
8 | Jakob Svavar Sigurðsson | Konsert frá Hofi | Ómur frá Kvistum | Kantata frá Hofi | Bleikstj. | 9 | Lífland |
9 | Hinrik Bragason | Prins frá Hellu | Þóroddur frá Þóroddsstöðum | Perla frá Árbæ | Rauðgló. | 10 | Hestvit/Árbakki/Sumarliðabær |
10 | Þórdís Erla Gunnarsdóttir | Sproti frá Enni | Orri frá Þúfu í Landeyjum | Sending frá Enni | Brúnn | 11 | Auðsholtshjáleiga |
11 | Eyrún Ýr Pálsdóttir | Kjarval frá Blönduósi | Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum | Aríel frá Höskuldsstöðum | Grár | 15 | Top Reiter |
12 | Elin Holst | Frami frá Ketilsstöðum | Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum | Framkvæmd frá Ketilsstöðum | Brúnn | 12 | Gangmyllan |
13 | Hulda Gústafsdóttir | Draupnir frá Brautarholti | Aron frá Strandarhöfði | Alda frá Brautarholti | Brúnn | 10 | Hestvit/Árbakki/Sumarliðabær |
14 | Þórarinn Ragnarsson | Leikur frá Vesturkoti | Spuni frá Vesturkoti | Líf frá Þúfu í Landeyjum | Japur | 8 | Hrímnir/Export hestar |
15 | Ásmundur Ernir Snorrason | Frægur frá Strandarhöfði | Hnokki frá Fellskoti | Framtíð frá Árnagerði | Rauður | 10 | Auðsholtshjáleiga |
16 | Bergur Jónsson | Glampi frá Ketilsstöðum | Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum | Ör frá Ketilsstöðum | Rauðnös. | 8 | Gangmyllan |
17 | Sigurbjörn Bárðarson | Nagli frá Flagbjarnarholti | Geisli frá Sælukoti | Surtsey frá Feti | Brúnn | 11 | Torfhús retreat |
18 | Viðar Ingólfsson | Maístjarna frá Árbæjarhjáleigu II | Óskar frá Blesastöðum 1A | Móa frá Skarði | Brún | 8 | Hrímnir/Export hestar |
19 | Guðmundur Björgvinsson | Herkúles frá Ragnheiðarstöðum | Álfur frá Selfossi | Hending frá Úlfsstöðum | Rauðskj. | 9 | Lífland |
20 | Olil Amble | Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum | Keilir frá Miðsitju | Álfadís frá Selfossi | Bleikbles. | 10 | Gangmyllan |
21 | Arnar Bjarki Sigurðarson | Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum | Gammur frá Steinnesi | Irpa frá Skeggsstöðum | Brúnn | 12 | Torfhús retreat |
22 | Helga Una Björnsdóttir | Þoka frá Hamarsey | Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum | Þruma frá Hólshúsum | Bleikál | 8 | Hrímnir/Export hestar |
23 | Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir | Óskar frá Breiðstöðum | Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum | Fantasía frá Breiðstöðum | Jarpur | 8 | Ganghestar/Margrétarhof |