Jakob og Skýr sigra í annað sinn
Jakob S. Sigurðsson og Skýr frá Skálakoti sigruðu fimmganginn annað árið í röð. Nokkuð var um sviptingar í A úrslitunum en eftir forkeppni var Olil Amble á Álfarni frá Syðri-Gegnishólum með 7.13 í einkunn. Jafnir í 2-3 sæti voru þeir Hinrik Bragason á Byr frá Borgarnesi og Jakob á Skýr með 7,07 í einkunn. Jakob og Olil höfðu sæti skipti í A úrslitum en það gat ekki munað minna en Olil og Álfarinn hlutu 7,45 í einkunn einungis 0,03 minna en Jakob. Í þriðja sæti endað síðan Teitur Árnason á Sjóð frá Kirkjubæ með 7,38 í einkunn.
Top Reiter héldu forustunni í liðakeppninni en þeir eru með 139 stig. Lið Hrímnis/Export hesta náðu þó að minnka munin örlítið og eru með 132,5 stig og í öðru sæti. Lið Líflands er komið í þriðja sæti með 124,5 en lið Ganghesta/Margrétarhofs tryggðu sér fjórða sæti eftir frábært gengi í fimmgangnum, tveir knapar í úrslitum og hlutu þau liðaplattann að launum.
Í einstaklingskeppninni styrkti Jakob stöðu sína enn frekar en hann er efstur með 32 stig. Í öðru sæti er Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir með 21 stig og í því þriðja er Árni Björn Pálsson með 18,5 stig. Það getur allt gerst bæði í liða- og einstaklingskeppninni en nóg er af stigum í pottinum.
Hér fyrir neðan eru síðan niðurstöður kvöldsins en næst verður keppt í gæðingafimi þann 14.mars og mun keppnin fara fram í TM höllinni í Víðidalnum.
Niðurstöður - Fimmgangur - A úrslit
Sæti | Knapi | Hestur | Lið | Einkunn |
1 | Jakob Svavar Sigurðsson | Skýr frá Skálakoti | Lífland | 7.48 |
2 | Olil Amble, liðsstjóri | Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum | Gangmyllan | 7.45 |
3 | Teitur Árnason | Sjóður frá Kirkjubæ | Top Reiter | 7.38 |
4 | Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir | Brimnir frá Efri-Fitjum | Ganghestar / Margrétarhof | 7.31 |
5 | Hinrik Bragason | Byr frá Borgarnesi | Hestvit / Árbakki / Sumarliðabær | 7.19 |
6 | Ragnhildur Haraldsdóttir | Þróttur frá Tungu | Ganghestar / Margrétarhof | 5.81 |
Niðurstöður - Fimmgangur - Forkeppni
Sæti | Knapi | Hestur | Lið | Einkunn |
1 | Olil Amble | Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum | Gangmyllan | 7.13 |
2-3 | Hinrik Bragason | Byr frá Borgarnesi | Hestvit / Árbakki / Sumarliðabær | 7.07 |
2-3 | Jakob Svavar Sigurðsson | Skýr frá Skálakoti | Lífland | 7.07 |
4 | Ragnhildur Haraldsdóttir | Þróttur frá Tungu | Ganghestar / Margrétarhof | 7.03 |
5-6 | Teitur Árnason | Sjóður frá Kirkjubæ | Top Reiter | 7.00 |
5-6 | Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir | Brimnir frá Efri-Fitjum | Ganghestar / Margrétarhof | 7.00 |
7 | Viðar Ingólfsson | Hængur frá Bergi | Hrímnir / Export hestar | 6.87 |
8 | Guðmundur Friðrik Björgvinsson | Elrir frá Rauðalæk | Lífland | 6.83 |
9 | Þórarinn Ragnarsson | Ronja frá Vesturkoti | Hrímnir / Export hestar | 6.80 |
10 | Árni Björn Pálsson | Jökull frá Breiðholti í Flóa | Top Reiter | 6.73 |
11 | Gústaf Ásgeir Hinriksson | Sproti frá Innri-Skeljabrekku | Hestvit / Árbakki / Sumarliðabær | 6.70 |
12 | Ásmundur Ernir Snorrason | Kaldi frá Ytra-Vallholti | Auðsholtshjáleiga / Horse export | 6.63 |
13 | Sigurður Vignir Matthíasson | Milljarður frá Barká | Ganghestar / Margrétarhof | 6.57 |
14 | Hulda Gústafsdóttir | Roði frá Brúnastöðum 2 | Hestvit / Árbakki / Sumarliðabær | 6.50 |
15 | Hanna Rún Ingibergsdóttir | Dropi frá Kirkjubæ | Lífland | 6.40 |
16 | Sigurður Sigurðarson | Árdís frá Litlalandi | Gangmyllan | 6.27 |
17 | Helga Una Björnsdóttir | Júlía frá Syðri-Reykjum | Hrímnir / Export hestar | 6.23 |
18 | Sigurbjörn Bárðarson | Flóki frá Oddhóli | Torfhús retreat | 6.17 |
19-20 | Bergur Jónsson | Spurning frá Syðri-Gegnishólum | Gangmyllan | 6.13 |
19-20 | Sina Scholz | Nói frá Saurbæ | Torfhús retreat | 6.13 |
21 | Þórdís Erla Gunnarsdóttir | Hrafnar frá Auðsholtshjáleigu | Auðsholtshjáleiga / Horse export | 6.03 |
22-23 | Sylvía Sigurbjörnsdóttir | Héðinn Skúli frá Oddhóli | Auðsholtshjáleiga / Horse export | 5.93 |
22-23 | Arnar Bjarki Sigurðsson | Snillingur frá Íbishóli | Torfhús retreat | 5.93 |
24 | Matthías Leó Matthíasson | Galdur frá Leirubakka | Top Reiter | 5.33 |