Ráslisti fyrir slaktaumatölt T2
Næsta keppni er slaktaumatölt en það verður haldið í Samskipahöllinni í Spretti í Kópavogi. Keppni hefst kl. 19:00 en fyrstur í braut er Teitur Árnason á Brúneyju frá Grafarkoti en þau keppa fyrir lið Top Reiter. Teitur og Brúney voru í a úrslitum í fyrra, þriðja sæti, og verður gaman að sjá hvort þau leiki sama leikinn í ár. Jakob S. Sigurðsson keppir á Júlíu frá Hamarsey en þau sigruðu þessa grein í fyrra. Sigurvegarar fjórgangsins, Árni og Flaumur, eru skráðir til leiks og verður spennandi að sjá hver árangurinn verður í þessari grein.
Villiköttur er skráður til leiks en hann keppir fyrir lið Auðsholtshjáleigu. Hvert lið hefur tækifæri á að nýta sér svokallaðan villikött einu sinni yfir keppnistímabilið.
Húsið opnar á slaginu 17:00 en eins og áður verður boðið upp á dýrindis veitingar og síðan kl. 17:45 verður Hesta-quiz, skemmtileg spurningarkeppni um allt sem tengist hestamennsku.
Við viljum benda fólki á að ekki verður sýnt frá keppninni beint á RÚV2 einungis inn á ruv.is.
Ráslisti
Nr. | Knapi | Hestur | Faðir | Móðir | Litur | Aldur | Lið |
1 | Teitur Árnason | Brúney frá Grafarkoti | Grettir frá Grafarkoti | Surtsey frá Gröf Vatnsnesi | Brúnn | 13 | Top Reiter |
2 | Sigursteinn Sumarliðason | Háfeti frá Hákoti | Hnokki frá Fellskoti | Óðsbrá frá Hákoti | Bleikál. | 10 | Lífland |
3 | Villiköttur | Auðsholtshjáleiga | |||||
4 | Sigurður Sigurðarson | Magni frá Þjóðólfshaga 1 | Tindur frá Varmalæk | Bjalla frá Hafsteinsstöðum | Móál. | 12 | Gangmyllan |
5 | Jakob Svavar Sigurðsson | Júlía frá Hamarsey | Auður frá Lundum II | Hviða frá Ingólfshvoli | Bleikurfífilstj. | 10 | Lífland |
6 | Elin Holst | Frami frá Ketilsstöðum | Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum | Framkvæmd frá Ketilsstöðum | Brúnn | 12 | Gangmyllan |
7 | Siguroddur Pétursson | Eldborg frá Haukatungu Syðri 1 | Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum | Mynd frá Haukatungu Syðri 1 | Jarpur | 8 | Hrímnir/Export hestar |
8 | Ragnhildur Haraldsdóttir | Þróttur frá Tungu | Þokki frá Kýrholti | Sól frá Tungu | Brúnn | 12 | Ganghestar/Margrétarhof |
9 | Árni Björn Pálsson | Flaumur frá Sólvangi | Gaumur frá Auðsholtshjáleigu | Fluga frá Breiðabólsstað | Jarpur | 10 | Top Reiter |
10 | Sylvía Sigurbjörnsdóttir | Roði frá Margrétarhofi | Tjörvi frá Sunnuhvoli | Hrefna frá Austvaðsholti 1 | Rauðnös | 11 | Auðsholtshjáleiga |
11 | Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir | Óskar frá Breiðstöðum | Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum | Fantasía frá Breiðstöðum | Jarpur | 8 | Ganghestar/Margrétarhof |
12 | Helga Una Björnsdóttir | Þoka frá Hamarsey | Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum | Þruma frá Hólshúsum | Bleíkál | 8 | Hrímnir/Export hestar |
13 | Hinrik Bragason | Hrókur frá Hjarðartúni | Dagur frá Hjarðartúni | Hryðja frá Margrétarhofi | Rauðbles | 8 | Hestvit/Árbakki/Sumarliðabær |
14 | Viðar Ingólfsson | Sómi frá Kálfsstöðum | Gaumur frá Auðsholtshjáleigu | Æsa frá Neðra-Ási | Jarpur | 13 | Hrímnir/Export hestar |
15 | Arnar Bjarki Sigurðarson | Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum | Gammur frá Steinnesi | Irpa frá Skeggsstöðum | Brúnn | 12 | Torfhús |
16 | Bergur Jónsson | Goði frá Ketilsstöðum | Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum | Vænting frá Ketilsstöðum | Brúnn | 9 | Gangmyllan |
17 | John Sigurjónsson | Æska frá Akureyri | Kappi frá Kommu | Hrönn frá Búlandi | Jarpur | 9 | Torfhús |
18 | Matthías Leó Matthíasson | Taktur frá Vakurstöðum | Smári frá Skagaströnd | Líra frá Vakurstöðum | Brúnn | 8 | Top Reiter |
19 | Reynir Örn Pálmason | Brimnir frá Efri-Fitjum | Hnokki frá Fellskoti | Ballerína frá Grafarkoti | Bleikál. | 10 | Ganghestar/Margrétarhof |
20 | Gústaf Ásgeir Hinriksson | Ömmustrákur frá Ásmundarstöðum 3 | Arður frá Brautarholti | Gullhetta frá Ásmundarstöðum | Rauður | 9 | Hestvit/Árbakki/Sumarliðabær |
21 | Ásmundur Ernir Snorrason | Frægur frá Strandarhöfði | Hnokki frá Fellskoti | Framtíð frá Árnagerði | Rauður | 10 | Auðsholtshjáleiga |
22 | Sigurbjörn Bárðarson | Flói frá Oddhóli | Aris frá Akureyri | Folda frá Lundi | Móál. | 10 | Torfhús |
23 | Hanna Rún Ingibergsdóttir | Mörður frá Kirkjubæ | Valtýr frá Kirkjubæ | Lilja frá Kirkjubæ | Rauðbles | 11 | Lífland |
24 | Jóhanna Margrét Snorradóttir | Bárður frá Melabergi | Héðinn frá Feti | Skrítla frá Grímstungu | Grár | 9 | Hestvit/Árbakki/Sumarliðabær |