Árni sigrar fjórganginn
Það var margt um manninn í Samskipahöllinni í Kópavogi en þar fór fram fyrsta keppni deildarinnar. Keppt var í fjórgangi og var spennan mikil enda margir búnir að bíða eftir því að keppnistímabilið hefjist. Eftir forkeppni leiddi Árni Björn Pálsson á Flaumi frá Sólvangi nokkuð örugglega en þeir félagar eru Íslandsmeistarar í þessari grein. Það var mjótt á munum eftir forkeppni en sjö knapar nældu sér í sæti í úrslitunum. Keppni í úrslitum hófst á hægu tölti en það var Ásmundur Ernir Snorrason á Fræg frá Strandarhöfði sem hlutu hæstu einkunn fyrir það atriði rétt á eftir honum voru Árni Björn og Flaumur og Jakob Svavar Sigurðsson og Herkúles frá Ragnheiðarstöðum. Eftir brokkið sem var næsta atriðið tóku þeir Árni og Flaumur forustuna og héldu henni allt til loka, 7,77 var lokaeinkunn þeirra og gullið í hönd. Annar var Ásmundur með 7,67 í einkunn og þriðji var Jakob með 7,53 í einkunn. Lið Top Reiter sigraði liðaskjöldin í fjórgangnum en liðið átti tvo knapa í a úrslitum þau Árna Björn og Eyrúnu Ýr Pálsdóttur (6.sæti). Þau leiða því liðakeppnina en í öðru sæti er lið Hrímnis / Export hesta. Næsta keppni fer fram 14 febrúar en þá verður keppt í Slaktaumatölti.
Niðurstöður úr A úrslitum
Sæti |
Knapi |
Hestur |
Lið |
Aðaleinkunn |
1 |
Árni Björn Pálsson |
Flaumur frá Sólvangi |
Top Reiter |
7.77 |
2 |
Ásmundur Ernir Snorrason |
Frægur frá Strandarhöfði |
Auðsholtshjáleiga / Horse export |
7.67 |
3 |
Jakob Svavar Sigurðsson |
Herkúles frá Ragnheiðarstöðum |
Lífland |
7.53 |
4-5 |
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir |
Óskar frá Breiðstöðum |
Ganghestar / Margrétarhof |
7.27 |
4-5 |
Þórdís Erla Gunnarsdóttir |
Sproti frá Enni |
Auðsholtshjáleiga / Horse export |
7.27 |
6 |
Eyrún Ýr Pálsdóttir |
Kjarval frá Blönduósi |
Top Reiter |
7.23 |
7 |
Siguroddur Pétursson |
Steggur frá Hrísdal |
Hrímnir / Export hestar |
7.00 |
Niðurstöður úr forkeppni
Sæti |
Knapi |
Hestur |
Lið |
Aðaleinkunn |
1 |
Árni Björn Pálsson |
Flaumur frá Sólvangi |
Top Reiter |
7.63 |
2 |
Jakob Svavar Sigurðsson |
Herkúles frá Ragnheiðarstöðum |
Lífland |
7.33 |
3 |
Ásmundur Ernir Snorrason |
Frægur frá Strandarhöfði |
Auðsholtshjáleiga / Horse export |
7.27 |
4 |
Siguroddur Pétursson |
Steggur frá Hrísdal |
Hrímnir / Export hestar |
7.23 |
5-7 |
Eyrún Ýr Pálsdóttir |
Kjarval frá Blönduósi |
Top Reiter |
7.10 |
5-7 |
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir |
Óskar frá Breiðstöðum |
Ganghestar / Margrétarhof |
7.10 |
5-7 |
Þórdís Erla Gunnarsdóttir |
Sproti frá Enni |
Auðsholtshjáleiga / Horse export |
7.10 |
8-10 |
Elin Holst |
Frami frá Ketilsstöðum |
Gangmyllan |
7.03 |
8-10 |
Hulda Gústafsdóttir |
Sesar frá Lönguskák |
Hestvit / Árbakki / Sumarliðabær |
7.03 |
8-10 |
Viðar Ingólfsson |
Maístjarna frá Árbæjarhjáleigu II |
Hrímnir / Export hestar |
7.03 |
11-13 |
Þórarinn Ragnarsson |
Leikur frá Vesturkoti |
Hrímnir / Export hestar |
7.00 |
11-13 |
Hinrik Bragason |
Hrókur frá Hjarðartúni |
Hestvit / Árbakki / Sumarliðabær |
7.00 |
11-13 |
Hanna Rún Ingibergsdóttir |
Grímur frá Skógarási |
Lífland |
7.00 |
14-15 |
Matthías Leó Matthíasson |
Taktur frá Vakurstöðum |
Top Reiter |
6.97 |
14-15 |
Arnar Bjarki Sigurðsson |
Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum |
Torfhús retreat |
6.97 |
16 |
Hanne Smidesang |
Roði frá Hala |
Torfhús retreat |
6.80 |
17 |
Olil Amble, liðsstjóri |
Rauðka frá Ketilsstöðum |
Gangmyllan |
6.77 |
18 |
Bergur Jónsson |
Glampi frá Ketilsstöðum |
Gangmyllan |
6.73 |
19-20 |
John Kristinn Sigurjónsson |
Æska frá Akureyri |
Torfhús retreat |
6.70 |
19-20 |
Ólafur Andri Guðmundsson |
Gerpla frá Feti |
Ganghestar / Margrétarhof |
6.70 |
21 |
Sigursteinn Sumarliðason |
Háfeti frá Hákoti |
Lífland |
6.63 |
22 |
Ragnhildur Haraldsdóttir |
Úlfur frá Mosfellsbæ |
Ganghestar / Margrétarhof |
6.60 |
23 |
Ólafur Brynjar Ásgeirsson |
Glóinn frá Halakoti |
Hestvit / Árbakki / Sumarliðabær |
6.47 |
24 |
Janus Halldór Eiríksson |
Selma frá Auðsholtshjáleigu |
Auðsholtshjáleiga / Horse export |
6.43 |