Ráslisti fyrir fjórganginn

Fyrsta mót Meistaradeildar í hestaíþróttum hefst á fimmtudaginn með keppni í fjórgangi. Ráslistinn er klár en fyrstur í braut er Þórarinn Ragnarsson á Spunasyninum, Leik frá Vesturkoti. Sigurvegarinn frá því í fyrra, Jakob Svavar Sigurðsson mætir með annan hest, Herkúles frá Ragnheiðarstöðum og verður spennandi að sjá hvað þeir gera. Íslandsmeistararnir í fjórgangi, Árni Björn Pálsson og Flaumur frá Sólvangi, eru 12 í rásröðinni. Það lítur allt út fyrir að þetta verði hörku keppni í Samskipahöllinni þar sem bestu fjórgangarar landsins etja kappi saman.

Húsið opnar kl. 17:00 en setning deildarinnar hefst kl. 18:30. Það er því nægur tími að koma snemma og njóta dýrindis veitinga í veislusal Samskipahallarinnar og taka þátt í Hesta-Quizinu þar sem glæsilegir vinningar eru í boði. 

Miðasala gengur mjög vel en mælum við með því að fólk tryggi sér miða inn á TIX.IS.  

Einnig minnum við á að hægt er að horfa á deildina beint inn á oz.com/meistaradeildin en einnig verður sýnt beint frá deildinni á RÚV 2.

Ráslistinn.

Nr. Knapi Hestur Faðir Móðir Litur Lið
1 Þórarinn Ragnarsson Leikur frá Vesturkoti Spuni frá Vesturkoti Líf frá Þúfu í Landeyjum Jarpur Hrímnir/Export hestar
2 Bergur Jónsson Glampi frá Ketilsstöðum Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum Ör frá Ketilsstöðum Rauðnös Gangmyllan
3 Matthías Leó Matthíasson Taktur frá Vakurstöðum Smári frá Skagaströnd Líra frá Vakurstöðum Brúnn Top Reiter
4 Janus Halldór Eiríksson Selma frá Auðsholtshjáleigu Gaumur frá Auðsholtshjáleigu Gígja frá Auðsholtshjáleigu Brúnn Auðsholtshjáleiga
5 Ólafur Ásgeirsson Glóinn frá Halakoti Sædynur frá Múla Glóð frá Grjóteyri Rauðbles. Hestvit/Árbakki/Sumarliðabær
6 Sigursteinn Sumarliðason Háfeti frá Hákoti Hnokki frá Fellskoti Óðsbrá frá Hákoti Bleikálstj. Lífland
7 Viðar Ingólfsson Maístjarna frá Árbæjarhjáleigu II Óskar frá Blesastöðum 1A Móa frá Skarði Brúnn Hrímnir/Export hestar
8 Ólafur Andri Guðmundsson Gerpla frá Feti Dugur frá Þúfu í Landeyjum Svartafjöður frá Feti Brúnn Ganghestar/Margrétarhof
9 Arnar Bjarki Sigurðarson Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum Gammur frá Steinnesi Irpa frá Skeggsstöðum Brúnn Torfhús
10 Elin Holst Frami frá Ketilsstöðum Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum Framkvæmd frá Ketilsstöðum Brúnn Gangmyllan
11 Hulda Gústafsdóttir Sesar frá Lönguskák Ágústínus frá Melaleiti Hugdís frá Lækjarbotnum Jarpur Hestvit/Árbakki/Sumarliðabær
12 Árni Björn Pálsson Flaumur frá Sólvangi Gaumur frá Auðsholtshjáleigu Fluga frá Breiðabólsstað Jarpur Top Reiter
13 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ Gjafar frá Hvoli Ösp frá Kollaleiru Brúnn Ganghestar/Margrétarhof
14 Eyrún Ýr Pálsdóttir Kjarval frá Blönduósi Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum Aríel frá Höskuldsstöðum Grár Top Reiter
15 John Sigurjónsson Æska frá Akureyri Kappi frá Kommu Hrönn frá Búlandi Jarpur Torfhús
16 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Óskar frá Breiðstöðum Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum Fantasía frá Breiðstöðum Jarpur Ganghestar/Margrétarhof
17 Hinrik Bragason Hrókur frá Hjarðartúni Dagur frá Hjarðartúni Hryðja frá Margrétarhofi Rauðbles. Hestvit/Árbakki/Sumarliðabær
18 Olil Amble Rauðka frá Ketilsstöðum Skýr frá Skálakoti Spes frá Ketilsstöðum Rauður Gangmyllan
19 Siguroddur Pétursson Steggur frá Hrísdal Þristur frá Feti Mánadís frá Margrétarhofi Bleikálskjóttur Hrímnir/Export hestar
20 Jakob Svavar Sigurðsson Herkúles frá Ragnheiðarstöðum Álfur frá Selfossi Hending frá Úlfsstöðum Rauður Lífland
21 Ásmundur Ernir Snorrason Frægur frá Strandarhöfði Hnokki frá Fellskoti Framtíð frá Árnagerði Rauður Auðsholtshjáleiga
22 Hanne Oustad Smidesang Roði frá Hala Mídas frá Kaldbak Fiðla frá Hala Rauður Torfhús
23 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Sproti frá Enni Orri frá Þúfu í Landeyjum Sending frá Enni Brúnn Auðsholtshjáleiga
24 Hanna Rún Ingibergsdóttir Grímur frá Skógarási Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum Lind frá Ármóti Jarpbles Lífland


Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.