Samhent lið

Lið Hestvit / Árbakka / Sumarliðabæ er að mestu óbreytt frá því í fyrra en Jóhanna Margrét Snorradóttir hefur komið í stað Ragnars Tómassonar. Aðrir liðsmenn eru heiðurshjónin Hinrik Bragason (liðstjóri) og Hulda Gústafsdóttir, sonur þeirra Gústaf Ásgeir og Ólafur Brynjar Ásgeirsson, bústjóri á Sumarliðabæ.

Liðið hefur verið nokkuð öflugt í deildinni og verður veturinn í ár ábyggilega engin undantekning. “Stemmingin er góð en allir eru í góðum gír. Við gerðum smá breytingar á liðinu en Hanna Magga og Gústi munu koma sterk inn.”, segir Hinrik en hann sjálfur er vel hestaður fyrir veturinn. “Ég tel mig vera ágætlega vel hestaðan en til dæmis er ég með Byr frá Borgarnesi í fimmgang og Hrók frá Hjarðartúni í tölt. Einnig er ég líka með eitthvað af nýjum skeiðhestum en við munum tefla fram nýjum hestum í vetur.”

Markmið Hestvit/Árbakka/Sumarliðabæ er skýrt en það er að mæta vel undirbúin til leiks og vera sjálfum sér og því sem liðið stendur fyrir til sóma. “Við búum yfir mikill reynslu og eru samheldinn hópur sem er mikill styrkleiki. Yngra fólkið okkar er einnig mikill styrkur en þetta eru knapar með breiðan bakgrunn og geta gert flesta hluti,” segir Hinrik en inntur eftir veikleikum liðsins svara Hinrik eftir nokkra umhugsun að sé hrókeringar á hrossum. “Við lifum á því að koma hrossum á framfæri og á ákveðnum tímapunkti kemur að því að þeir seljast og oftast er það þegar gengur vel. Við höfum oft í gegnum tíðina komið fram með hesta sem hafa staðið sig vel á stóra sviðinu og eru síðan farnir annað. Hrossin stoppa stutt við og því erum við kannski ekki að mæta með sömu hrossin ár eftir ár,” segir Hinrik og bætir við að þetta sé nú bara parturinn af því að vera í þessum bransa.

Sterkasta grein liðsins í fyrra var töltið en liðið er gríðarlega vel hestað fyrir þá grein aftur í ár. “Hestarnir sem eru í húsinu hjá okkur núna og gætu farið í tölt eru þeir Draupnir frá Brautarholti, Hrókur frá Hjarðartúni, Kári frá Ásbrú, Bárður frá Melabergi, Sprengihöll frá Lækjarbakka og Glóinn frá Halakoti. Þetta eru allt hestar sem eru í gangi í kringum liðið,” segir Hinrik en flest þessi hross hafa verið að gera það gríðarlega gott í tölt keppni síðasta vetur. Veikustu hlekkirnir í stigasöfnuninni í fyrra var fimmgangur og 150m. skeið en Hinrik telur þau vera mjög vel hestuð fyrir þær greinar í ár og niðurstöður síðasta árs útskýrist af gölluðum sýningum. “Við vorum vel hestuð í fyrra en lentum í smá brasi ég var til dæmis með ónýta skeiðspretti í fimmgangnum svo eitthvað sé nefnt. Eins og ég nefndi áður er ég með Byr frá Borgarnesi í fimmganginn sem hefur verið að skora hátt í úrslitum. Einnig erum við með Sprota frá Skeljabrekku, Vísi frá Helgastöðum, Börk frá Efri-Rauðalæk og Roða frá Brúnastöðum svo eitthvað sé nefnt. Fyrir 150m. skeiðið erum við einnig vel hestuð en við erum með nokkra nýja skeiðhesta og svo eru einnig Hrafnhetta frá Hvannstóði og Andri frá Lynghóli í góðu standi.” Aðspurð hvort aldrei sé erfitt að velja hvaða knapar keppi fyrir hönd liðsins hverju sinni segir Hinrik það ekki vera “Yfirleitt þá ríðum við öll eitt heilt prógram og fáum óháðan aðila til að vega og meta hverjir eru líklegir til að standa sig sem best. Í einhverjum tilfellum eru hlutirnir þannig að það liggur alveg ljóst fyrir hverjir fara en við ætlumst til þess að allir séu tilbúnir til að mæta og leggja sitt af mörkum.”

Hestvit/Árbakki/Sumarliðabær er mjög samhent lið en fjórir liðsmenn vinna saman og því er mikið verið að hjálpast að. “Við erum stöðugt að aðstoða hvort annað en við erum allan daginn með augun á hvort öðru að spá og spekulera. Venjulegur reiðtúr getur oft endað í hörku þjálfunar útekt og pælingum í hinu og þessu.” segir Hinrik.

Það verður spennandi að fylgjast með þessu hörkuliði etja kappi saman við hin sjö í vetur en fyrsta mót vetrarins fer fram 31.janúar í Samskipahöllinni í Spretti í Kópavogi en keppt verður í fjórgangi. Ekki láta viðburðinn fram hjá þér fara og tryggðu þér miða inn á tix.is

 

DAGSKRÁ 2019

Dagsetning Grein Staðsetning

31.janúar - Fjórgangur V1 - Samskipahöllin í Spretti, Kópavogi

14.febrúar - Slaktaumatölt T2 - Samskipahöllin í Spretti, Kópavogi

28.febrúar - Fimmgangur F1 - Samskipahöllin í Spretti, Kópavogi

14.mars - Gæðingafimi - TM höllin í Fáki, Reykjavík

23.mars - Gæðingaskeið og 150m. skeið

4.apríl - Tölt T1 og flugskeið - TM höllin í Fáki, Reykjavík

 


Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.