Allir klárir í slaginn

Þetta er níunda árið sem liðið Hrímnir / Export hestar taka þátt í deildinni en það endaði í öðru sæti í liðakeppninni í fyrra einungis 5 stigum á eftir liði Líflands. Skipun liðsins er svipuð og í fyrra en Helga Una Björnsdóttir hefur snúið aftur til liðsins en hún tók sér smá hlé meðan hún lauk námi á Hólum í Hjaltadal. Aðrir meðlimir eru Viðar Ingólfsson (liðstjóri), Hans Þór Hilmarsson, Siguroddur Pétursson og Þórarinn Ragnarsson.

“Stemmingin í liðinu er mjög góð en það eru allir klárir í slaginn. Við erum vel hestuð en ég sjálfur mun tefla fram mikið af nýjum hestum í ár,” segir Viðar en liðið hefur eitt markmið fyrir veturinn og það er að vinna deildina. “Það kemur ekkert annað til greina. Við vorum í öðru sæti í fyrra og stefnum að því að vinna deildina núna. Þetta er jafn og góður hópur, við erum vel hestuð og reynslu miklir knapar. Það eru engir veikleikar í þessu liði bara styrkleikar.”

Liðið stóð sig feikna vel í fimmgangnum í fyrra en gæðingafimi og slaktaumatölt töldu færri stig “Það er erfitt að segja til um árangurinn svona fyrirfram en ég tel að við eigum eftir að vera sterk í fimmgangum aftur núna. Við teflum fram nýjum hestum í ár. Slaktaumatöltið er svolítið óskrifað blað en í gæðingafiminni eigum við eftir að vera mjög sterk,” segir Viðar. “Við höfum enn ekki tekið neina æfingu en það stendur til að fara bæta úr því. Þórarinn er alltaf svo upptekinn að við höfum ekki komist í það. Hingað til hefur val á hestum í hverja grein ekki verið vandamál. Það kemur í ljóst hvernig það verður ákveðið í vetur, við erum samt með eina reglu sem ég tel vera mjög góða en hún er sú að ég stjórna,” segir Viðar sem er bjartsýn fyrir komandi keppnistímabil.

Það verður spennandi að fylgjast með þessu hörkuliði etja kappi saman við hin sjö í vetur en fyrsta mót vetrarins fer fram 31.janúar í Samskipahöllinni í Spretti í Kópavogi en keppt verður í fjórgangi. Ekki láta viðburðinn fram hjá þér fara og tryggðu þér miða inn á tix.is

DAGSKRÁ 2019

Dagsetning Grein Staðsetning

31.janúar - Fjórgangur V1 - Samskipahöllin í Spretti, Kópavogi
14.febrúar - Slaktaumatölt T2 - Samskipahöllin í Spretti, Kópavog
i
28.febrúar - Fimmgangur F1 - Samskipahöllin í Spretti, Kópavogi
14.mars - Gæðingafimi - TM höllin í Fáki, Reykjavík

23.mars - Gæðingaskeið og 150m. skeið
4.apríl - Tölt T1 og flugskeið - TM höllin í Fáki, Reykjavík

 


Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.