Stefnum á sigur

Lífland tók fyrst þátt í deildinni í fyrra og komu, sáu og sigruðu. Liðsmenn liðsins eru velkunnir hestamenn sem búa yfir mikilli reynslu. Ný inn í liðið í ár er Hanna Rún Ingibergsdóttir en hún er þó deildinni ekki ókunn en var í liði Hrímnis/Export hesta fyrir tveimur árum. Aðrir liðsmenn eru þeir Guðmundur Friðrik Björgvinsson, Davíð Jónsson, Sigursteinn Sumarliðason og Jakob Svavar Sigurðsson.

Guðmundur er liðstjóri liðsins en hann telur liðið vera vel stemmt fyrir veturinn en þeir munu mæta með eitthvað af nýjum hestum í ár. “Við vorum með eitt markmið í fyrra og var ég sá eini sem þorði að segja það en það var að við ætluðum okkur að vinna deildina. Við erum auðvitað með sama markmiðið í ár.” segir Guðmundur en hann telur breiddina í knöpum vera helsta styrkleika liðsins en ráðríkan liðstjóra helsta veikleika. “Allir liðsmenn í liðinu eru verulega góðir á sínu sviðið. Við erum með góðan hestakost og mætum sterkir til leiks. Hvað veikleika varðar ætla ég að leyfa öðrum að dæma um þá en mér dettur enginn í hug nema þá kannski ráðríkur liðstjóri,” segir Guðmundur og hlær.

Lífland var stigahæsta liðið í tölti síðasta vetur og hlutu liðaplattan fyrir. “Við munum mæta með nýja hesta í töltið í ár það er alveg öruggt. Jakob mætir líklega aftur með Júlíu en þau unnu greinina í fyrra. Ég sjálfur er nú ekki alveg búinn að ákveða hvaða hest ég muni reyna að tefla fram en það koma tveir til þrír til greina,” segir Guðmundur. Fjórgangur og slaktaumatölt töldu fæst stig fyrir liðið í fyrra en Guðmundur telur að þessar greinar verði ekki vandamál í vetur, “Við verðum klárlega sterkari í fjórgangnum, ætla ekki að segja að við vinnum greinina en við er klárlega betur hestaðir. Eins í slaktaumatöltinu en þar kemur Hanna Rún sterk inn. Eins er Júlía inni en hún vann greinina í fyrra og við Sigursteinn erum báðir með hesta í greinina sem við vorum ekki með í fyrra,” segir Guðmundur og bætir við að það var mikill styrkleiki að fá Hönnu Rún í liðið en hún er vel undirbúin, mjög metnaðarfull og með hesta í nánast allar greinar.  “Þetta er frábært lið og líst mér mjög vel á veturinn. Við erum ekki búin að taka neina æfingu saman og mættum við vera duglegri í því en ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu. Þegar kemur að því að velja í liðið hefur það alltaf gengið stór slysalaust fyrir sig. Við höfum oftast ákveðið þetta í sameiningu en þetta segir sig oftast sjálft,” bætir Guðmundur við.

Það verður spennandi að fylgjast með þessu frábæra liði etja kappi saman við hin sjö í vetur en fyrsta mót vetrarins fer fram 31.janúar í Samskipahöllinni í Spretti í Kópavogi en keppt verður í fjórgangi. Ekki láta viðburðinn fram hjá þér fara og tryggðu þér miða inn á tix.is

DAGSKRÁ 2019

Dagsetning Grein Staðsetning

31.janúar - Fjórgangur V1 - Samskipahöllin í Spretti, Kópavogi
14.febrúar - Slaktaumatölt T2 - Samskipahöllin í Spretti, Kópavogi
28.febrúar - Fimmgangur F1 - Samskipahöllin í Spretti, Kópavogi
14.mars - Gæðingafimi - TM höllin í Fáki, Reykjavík
23.mars - Gæðingaskeið og 150m. skeið
4.apríl - Tölt T1 og flugskeið - TM höllin í Fáki, Reykjavík

 


Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.