Knapaskipti í tveimur liðum

Knapaskipti hafa orðið í tveimur liðum en tvær kjarnakonur hafa yfirgefið deildina. Þær Edda Rún Ragnarsdóttir í liði Ganghesta/Margrétarhofs/Equitec og Agnes Hekla Árnadóttir í liði Torfhúss verða ekki með okkur í vetur en það er mikill eftirsjá að þeim. Í stað þeirra koma þeir Ólafur Andri Guðmundsson og Flosi Ólafsson.

Ólafur Andri hefur áður verið í deildinni en þá var hann í liði Hrímnis/Export hesta. Ólafur Andri er bústjóri á Feti og hefur vakið mikla eftirtekt fyrir góða reiðmennsku.

Flosi Ólafsson er nýútskrifaður reiðkennari frá Hólum og starfar nú í Hafnarfirði. Flosi hefur náð góðum árangri bæði á keppnis- og kynbótavellinum en hann sýndi m.a. stóðhestinn Fork frá Breiðabólsstað.Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.