Frábær sýning hjá Árna skilaði honum sigri
Það var margt um manninn í TM höllinni í Víðidalnum í Reykjavík í gær þegar keppni fór fram í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum. Gæðingafimi þykir mörgum skemmtileg grein en þar ríða knapar einn og einn inn á í einu og fá 4,5 mínútu til að sýna æfingar að eigin vali og þrjár gangtegundir.
Margir lögðu leið sína í höllina til að líta augum bestu gæðinga landsins etja kappi saman en einnig voru margir sem að biðu eftir að sjá hvaða leynivopnum liðin myndu spila fram en óljóst var hvaða tveir knapar myndu keppa fyrir tvö lið. Þetta kvöld ákváðu fjögur lið að nýta sér þann kost að nota svokallað "wild card" eða fá utanaðkomandi knapa til þess að keppa fyrir hönd liðsins.
Sigurbjörn Bárðarson reið á vaðið á hesti sínum Nagla frá Flagbjarnarholti og leystu þeir verkefnið vel úr hendi og uppskáru 6,82 í einkunn. Annar knapi í braut var leynivopn Gagnmyllunnar og það enginn smáknapi en þau telfdu fram hinum portúgalska reiðsnillingi og reiðkennara Julio Borba en Julio Borba reið Glampa frá Ketilsstöðum og hlutu þeir 7,88 í einkunn og efsta sætið. Julio hélt efsta sætinu í gegnum alla forkeppnina en það var ekki fyrr en Árni Björn Pálsson reið í braut á Flaumi frá Sólvangi að óvíst var hvort Julio myndi halda sætinu. Árni og Flaumur áttu stór góða sýningu og uppskáru 7,82 í einkunn, nokkrum kommum lægri en Julio. Sylvía Sigurbjörnsdóttir veitti þeim síðan verðuga keppni á hesti sínum Héðni Skúla frá Oddhóli. Sylvía og Héðinn Skúli áttu frábæra þ.á.m. á skeiði sem vakti mikla lukku og hlutu þau 7,65 í einkunn og sæti í A úrslitum.
Sex knapar riðu úrslitin en það var Mette Mannseth sem hóf úrslitin og áttu þau og Karl frá Torfunesi stór góða sýningu og náðu þau að hækka sig um eitt sæti frá því í forkeppni en enduðu þau í 5 sæti með 7.48 í einkunn. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Óskar frá Breiðstöðum áttu frábæra sýningu í úrslitunum og áttu margir orð á því að það hefði verið ein besta sýning kvöldsins. Þau komu í fjórða sæti inn í úrslit þar sem þau gerðu enn betur og enduðu í þriðja sæti með 7,59 í einkunn. Einvígið um gullið var þó milli þeira Julio og Árna Björns. Árni reið á undan í braut og gerðu þeir Flaumur enn betur en í forkeppni og hlutu 8.23 í einkunn. Ljóst var því að Julio myndi þurfa að leggja allt undir ef hann ætlaði að velta Árna úr efsta sætinu. Julio og Glampi áttu mjög góða sýningu en það dugði þeim ekki, 7,91 varð lokaeinkunn og annað sætið því staðreynd.
Niðurstöður gæðingafiminnar hleyptu töluverðri spennu í einstaklingskeppnina en þar hafði Jakob Svavar Sigurðsson ráðið ríkjum en þar sem hann fór stigalaus frá þessari grein voru nokkrir knapar sem náðu að minnka muninn. Jakob leiðir þó enn með 36 stig og Árni Björn er nú í öðru sæti með 26,5 stig en einungis munar 0,5 stigi á þeim Árna og Viðari Ingólfssyni sem er í þriðja sæti með 26 stig.
Lið Gangmyllunnar náði sér í flest stig í gæðingafiminni og hlutu liðaplattann að launum það tryggði liðinu einnig efsta sætið í liðakeppninni með 180 stig. Lið Top Reiter er í öðru sæti með 176,5 stig og lið Auðsholtshjáleigu í því þriðja með 162,5 stig.
Næsta keppni Meistaradeildarinnar fer fram laugardaginn 31.mars en þá verður keppt í 150m. skeiði og gæðingaskeiði. Keppnin verður haldin á Selfossi en frítt er á mótið og um að gera að taka sér rúnt á Selfoss og kíkja á kappreiðar.
Niðurstöður - A úrslit | ||||
Sæti | Knapi | Hestur | Lið | Aðaleinkunn |
1 | Árni Björn Pálsson | Flaumur frá Sólvangi | Top Reiter | 8.23 |
2 | Julio Borba | Glampi frá Ketilsstöðum | Gangmyllan | 7.91 |
3 | Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir | Óskar frá Breiðstöðum | Ganghestar / Margrétarhof / Equitec | 7.59 |
4 | Viðar Ingólfsson | Pixi frá Mið-Fossum | Hrímnir / Export hestar | 7.49 |
5 | Mette Mannseth | Karl frá Torfunesi | Lífland | 7.48 |
6 | Sylvía Sigurbjörnsdóttir | Héðinn Skúli frá Oddhóli | Auðsholtshjáleiga / Horse export | 7.31 |
Niðurstöður - Forkeppni | ||||
Sæti | Knapi | Hestur | Lið | Aðaleinkunn |
1 | Julio Borba | Glampi frá Ketilsstöðum | Gangmyllan | 7.88 |
2 | Árni Björn Pálsson | Flaumur frá Sólvangi | Top Reiter | 7.82 |
3 | Sylvía Sigurbjörnsdóttir | Héðinn Skúli frá Oddhóli | Auðsholtshjáleiga / Horse export | 7.65 |
4 | Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir | Óskar frá Breiðstöðum | Ganghestar / Margrétarhof / Equitec | 7.47 |
5 | Viðar Ingólfsson | Pixi frá Mið-Fossum | Hrímnir / Export hestar | 7.45 |
6 | Mette Mannseth | Karl frá Torfunesi | Lífland | 7.32 |
7 | Elin Holst | Frami frá Ketilsstöðum | Gangmyllan | 7.28 |
8 | Hulda Gústafsdóttir | Draupnir frá Brautarholti | Árbakki / Hestvit / Sumarliðabær | 7.20 |
9 | Teitur Árnason | Reynir frá Flugumýri | Top Reiter | 7.17 |
10 | Ragnhildur Haraldsdóttir | Þróttur frá Tungu | Ganghestar / Margrétarhof / Equitec | 7.15 |
11 | Jakob Svavar Sigurðsson | Nökkvi frá Syðra-Skörðugili | Lífland | 7.07 |
12 | Hans Þór Hilmarsson | Sara frá Stóra-Vatnsskarði | Hrímnir / Export hestar | 7.00 |
13 | Bergur Jónsson | Herdís frá Lönguhlíð | Gangmyllan | 7.00 |
14 | Hanne Smidesang | Roði frá Hala | Top Reiter | 6.95 |
15 | Þórdís Erla Gunnarsdóttir | Sölvi frá Auðsholtshjáleigu | Auðsholtshjáleiga / Horse export | 6.92 |
16 | Sigurbjörn Bárðarson | Nagli frá Flagbjarnarholti | Oddhóll / Þjóðólfshagi / Efsta-Sel | 6.82 |
17 | Sigurður Sigurðarson | Rauða-List frá Þjóðólfshaga | Oddhóll / Þjóðólfshagi / Efsta-Sel | 6.73 |
18 | Jóhanna Margrét Snorradóttir | Kári frá Ásbrú | Árbakki / Hestvit / Sumarliðabær | 6.65 |
19 | Fredrica Fagerlund | Stormur frá Yztafelli | Ganghestar / Margrétarhof / Equitec | 6.63 |
20 | Ragnar Tómasson | Sleipnir frá Árnanesi | Árbakki / Hestvit / Sumarliðabær | 6.57 |
21 | John Kristinn Sigurjónsson | Æska frá Akureyri | Lífland | 6.53 |
22 | Freyja Amble Gísladóttir | Sif frá Þúfum | Hrímnir / Export hestar | 6.47 |
23 | Berglind Ragnarsdóttir | Frakkur frá Laugavöllum | Oddhóll / Þjóðólfshagi / Efsta-Sel | 6.43 |
24 | Ásmundur Ernir Snorrason | Pétur Gautur frá Strandarhöfði | Auðsholtshjáleiga / Horse export | 6.35 |