Ný andlit í deildinni

Næsta mót Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum fer fram á fimmtudaginn en þá verður keppt í gæðingafimi. Mótið fer fram í TM höllinni í Fáki í Víðidal en hefst keppni kl. 19:00. Húsið opnar kl. 17:00 og verður boðið upp á gúllas súpu, brauð og pestó fyrir keppnina.

Ráslisti fyrir mótið birtist á morgun, þriðjudag, en þá verður dregið beint á Facebookarsíðu Meistaradeildarinnar. Mikil spenna er fyrir ráslistanum en líklegt er að þrír nýjir knapar munu príða listann þar á meðal sigurvegari gæðingafiminnar í KS deildinni Mette Mannseth á hestinum Karli frá Torfunesi. En lið Líflands hefur ákveðið að notafæra sér svo kallað “wild-card” enn hvert lið hefur leyfi til þess að fá einn utanaðkomandi knapa á keppnistímabilinu og keppa fyrir liðið. Lið Líflands ætlar að nýta sér þetta og er líklegt að tvo önnur munu gera það sama. Þetta var ný regla sem stjórn Meistaradeildarinnar samþykkti í vetur en hún hljóðar svo:  

“Lið getur á hverju tímabili kallað til knapa sem 3ja knapa utan liðs til keppni í einni grein og skal greiða 50.000.- í þátttökugjald. Stig parsins teljast með í stigasöfnun liða. Knapi má einungis keppa fyrir eitt lið á tímabili. Stjórn skal samþykkja knapa.”

Við hvetjum alla til að fylgjast með á Facebookarsíðu Meistaradeildarinnar á þriðjudaginn kl. 21:00 þegar dregið verður rásröðina. Hægt er að tryggja sér miða á gæðingafimina inn á tix.is en einnig verða miðar seldir í anddyrinu. Sýnt verður beint frá keppninni inn á oz.com og á Stöð 2 Sport.Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.