Þriðji sigurinn í röð hjá Jakobi

Fimmgagnum er lokið í Samskipahöllinni og tryggði Jakob Svavar Sigurðsson sér sigurinn í þriðju greininni í röð. Jakob var á Ský frá Skálakoti en þeir félagar hlutu 7.55 í einkunn en sigurinn tryggir Jakobi nokkuð góða stöðu í einstaklingskeppninni með 32 stig. Viðar Ingólfsson er þar á eftir með 19 stig en nóg er af stigum í pottinum í þeim greinum sem eftir eru en mesta spennan er sem stendur í liðakeppninni en hún er mjög jöfn. Lið Auðsholtshjáleigu leiðir með 132,5 stig og í öðru sæti er Gangmyllan með 126,5 stig og jöfn í þriðja og fjórða sæti eru lið Top Reiter og Hrímni / Export hesta með 125,5 stig.

Úrslitin í fimmgagnum voru nokkuð jöfn og var erfitt að segja hver myndi taka með sér gullið heim en fyrir skeiðið var það Jakob Svavar sem leiddi en þar rétt á eftir var Sylvía Sigurbjörnsdóttir. Það munaði einungis 0.06 á þeim í einkunum og því nokkuð ljóst að úrslit myndu ráðast á skeiðinu en sú gagntegund gildir tvöfalt. Það fór svo að Jakob sigraði með 7.55 í einkunn og jöfn urðu í öðru til þriðja sæti Þórarinn Ragnarsson og Sylvía Sigurbjörnsdóttir með 7.12 í einkunn.

Næsta mót verður haldið í TM höllinni í Fáki í Víðidal þann 15.mars næst komandi en þá verður keppt í hinni æsispennandi grein gæðingafimi.

Hér fyrir neðan eru svo heildarniðurstöður mótsins enn hægt er að sjá stöðu í liða- og einstaklingskeppninni hér.

Sæti Knapi Hestur Lið Einkunn
1 Jakob Svavar Sigurðsson Skýr frá Skálakoti Lífland 7.55
2-3 Þórarinn Ragnarsson Hildingur frá Bergi Hrímnir / Export hestar 7.12
2-3 Sylvía Sigurbjörnsdóttir Héðinn Skúli frá Oddhóli Auðsholtshjáleiga / Horse export 7.12
4 Teitur Árnason Sjóður frá Kirkjubæ Top Reiter 7.10
5 Viðar Ingólfsson Óskahringur frá Miðási Hrímnir / Export hestar 6.95
6 Guðmundur Friðrik Björgvinsson Þór frá Votumýri 2 Lífland 6.69
7 Hulda Gústafsdóttir Gangster frá Árgerði Árbakki / Hestvit / Sumarliðabær 6.70
8 Ásmundur Ernir Snorrason Kaldi frá Ytra-Vallholti Auðsholtshjáleiga / Horse export 6.63
9 Sigurður Vignir Matthíasson Gormur frá Efri-Þverá Ganghestar / Margrétarhof / Equitec 6.60
10 Bergur Jónsson Stúdent frá Ketilsstöðum Gangmyllan 6.57
11 Olil Amble, liðsstjóri Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum Gangmyllan 6.53
12 Sigurbjörn Bárðarson Nói frá Stóra-Hofi Oddhóll / Þjóðólfshagi / Efsta-Sel 6.40
13-14 Ævar Örn Guðjónsson Kolskör frá Hárlaugsstöðum Gangmyllan 6.30
13-14 Sigurður Sigurðarson Álfsteinn frá Hvolsvelli Oddhóll / Þjóðólfshagi / Efsta-Sel 6.30
15 Hans Þór Hilmarsson Kylja frá Stóra-Vatnsskarði Hrímnir / Export hestar 6.13
16 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Vaki frá Auðsholtshjáleigu Auðsholtshjáleiga / Horse export 6.10
17 Sigursteinn Sumarliðason Krókus frá Dalbæ Lífland 6.00
18-20 Daníel Jónsson Hrafn frá Efri-Rauðalæk Oddhóll / Þjóðólfshagi / Efsta-Sel 5.93
18-20 Ragnhildur Haraldsdóttir Þróttur frá Tungu Ganghestar / Margrétarhof / Equitec 5.93
18-20 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Brimnir frá Efri-Fitjum Ganghestar / Margrétarhof / Equitec 5.93
21 Hinrik Bragason Byr frá Borgarnesi Árbakki / Hestvit / Sumarliðabær 5.77
22 Ólafur Brynjar Ásgeirsson Freyja frá Vöðlum Árbakki / Hestvit / Sumarliðabær 5.53
23 Árni Björn Pálsson Roði frá Lyngholti Top Reiter 5.47
24 Matthías Leó Matthíasson Hafsteinn frá Vakurstöðum Top Reiter 5.37

 

 



Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.