Það styttist í fimmganginn

Nú er minna en vika þangað til að keppt verður í fimmgangi í Samskipahöllinni en mótið fer fram fimmtudaginn 1. mars. Þar mæta 24 bestu knapar landsins og taka hesta sína til kostanna. Þetta stefnir í hörkumót en Jakob S. Sigurðsson úr liði Líflands hefur gefið það út að hann ætli að mæta með Ský frá Skálakoti en þeir enduðu í þriðja sæti í fyrra. Hulda Gústafsdóttir úr liði Árbakka / Hestvit / Sumarliðabæ sigraði fimmganginn í fyrra á Birki frá Vatni en hún mætir með nýjan hest til leiks í ár, spennandi að sjá hver það verður. Það verða margir gæðingarnir sem koma þarna fram en líklegir keppendur eru Þór frá Votumýri með nýjan knapa Guðmundu F. Björgvinsson en Þór var í úrslitum í fyrra þá undir stjórn Daníel Jónssonar. Þórdís Erla Gunnarsdóttir liðstjóri Auðsholtshjáleigu mætir líklega með Vaka frá Auðsholtshjáleigu en það verður þá frumraun þeirra. Árni Björn Pálsson mætir með Roða frá Lyngholti en Roði er hátt dæmdur fyrstu verðlauna stóðhestur sem hlaut m.a. 10 fyrir skeið. 

Ekki láta fimmganginn fram hjá ykkur fara og tryggið ykkur miða í tíma inn á TIX.is en einnig verður sýnt beint frá keppninni inná OZ.com og á Stöð 2 sport. 



Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.