Ráslisti fyrir N1 slaktaumatöltið
Næst á dagskrá er keppni í slaktaumatölti en það er Þórarinn Ragnarsson og Rosi frá Litlu-Brekku sem ríða á vaðið. Margir sterkir hestar eru skráðir til leiks þ.á.m. sigurvegarar fjórgangsins Jakob S. Sigurðsson og Júlía frá Hamarsey en þau urðu einnig íslandsmeistarar í greininni síðasta sumar. Merkilegt er að öll pörin sem voru í úrslitum í fjórgangnum eru skráð til leiks fyrir utan Aðalheiði og Óskar frá Breiðsstöðum en Aðalheiður mætir með Kinnskæ frá Selfossi í þetta skiptið. Hér fyrir neðan er hægt að sjá ráslistann.
Keppni hefst á slaginu 19:00 en húsið opnar kl. 17:00. Eins og áður verða veitingar í boði en í þetta skiptið verður boðið upp á reykta hunangsskinku með brúnuðum kartöflum, hrásalati og rjómalagaðri sósu. Við hvetjum því alla til að mæta snemma í höllina !
Enn er hægt að tryggja sér ársmiða inn á TIX.IS en nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér ársmiða á deildina og fá í kaupbæti húfu frá Cintamani. Einnig er hægt að kaupa miða á staka viðburði. Eins og áður verður sýnt beint frá mótinu á Stöð 2 Sport og á netinu inn á oz.com/meistaradeild
Ráslisti
Nr. | Knapi | Hestur | Faðir | Móðir | Aldur | Litur | Lið |
1 | Þórarinn Ragnarsson | Rosi frá Litlu-Brekku | Gígjar frá Auðsholtshjáleigu | Röskva frá Hólavatni | 8 | Brúnstj. | Hrímnir/Export hestar |
2 | Sigurður Vignir Matthíasson | Laufey frá Seljabrekku | Leiknir frá Vakurstöðum | Fiðla frá Stakkhamri | 12 | Brúnstj. | Ganghestar/Margrétarhof/Equitec |
3 | Berglind Ragnarsdóttir | Ómur frá Brimilsvöllum | Sólon frá Skáney | Yrpa frá Brimilsvöllum | 11 | Jarpur | Oddhóll/Þjóðólfshagi/Efsta-Sel |
4 | Janus Halldór Eiríksson | Pegasus frá Strandarhöfði | Gaumur frá Auðsholtshjáleigu | Paradís frá Brúarreykjum | 8 | Bleikál. | Auðsholtshjáleiga |
5 | Teitur Árnason | Brúney frá Grafarkoti | Grettir frá Grafarkoti | Surtsey frá Gröf Vatnsnesi | 12 | Brún | Top Reiter |
6 | Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir | Kinnskær frá Selfossi | Álfasteinn frá Selfossi | Gola frá Arnarhóli | 13 | Leirljósskj. | Ganghestar/Margrétarhof/Equitec |
7 | Ásmundur Ernir Snorrason | Frægur frá Strandarhöfði | Hnokki frá Fellskoti | Framtíð frá Árnagerði | 9 | Rauður | Auðsholtshjáleiga |
8 | Olil Amble | Goði frá Ketilsstöðum | Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum | Vænting frá Ketilsstöðum | 8 | Brúnn | Gangmyllan |
9 | Elin Holst | Frami frá Ketilsstöðum | Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum | Framkvæmd frá Ketilsstöðum | 11 | Brúnn | Gangmyllan |
10 | Sigurður Sigurðarson | Magni frá Þjóðólfshaga | Tindur frá Varmalæk | Bjalla frá Hafsteinsstöðum | 11 | Móálót. | Oddhóll/Þjóðólfshagi/Efsta-Sel |
11 | Sigurbjörn Bárðason | Eldur frá Torfunesi | Máttur frá Torfunesi | Elding frá Torfunesi | 11 | Rauðbles. | Oddhóll/Þjóðólfshagi/Efsta-Sel |
12 | Árni Björn Pálsson | Flaumur frá Sólvangi | Gaumur frá Auðsholtshjáleigu | Fluga frá Breiðabólsstað | 9 | Jarpur | Top Reiter |
13 | Sigursteinn Sumarliðason | Krókus frá Dalbæ | Vilmundur frá Feti | Flauta frá Dalbæ | 10 | Brúnn | Lífland |
14 | Gústaf Ásgeir Hinriksson | Skorri frá Skriðulandi | Grunur frá Oddhóli | Freysting frá Akureyri | 12 | Brúnn | Árbakki/Hestvit/Sumarliðabær |
15 | Þórdís Erla Gunnarsdóttir | Sölvi frá Auðsholtshjáleigu | Gaumur frá Auðsholtshjáleigu | Gígja frá Auðsholtshjáleigu | 8 | Brúnn | Auðsholtshjáleiga |
16 | Viðar Ingólfsson | Pixi frá Mið-Fossum | Krákur frá Blesastöðum 1A | Snekkja frá Bakka | 8 | Brúnn | Hrímnir/Export hestar |
17 | Hinrik Bragason | Sólfaxi frá Sámsstöðum | Sólon frá Skáney | Sóldögg frá Akureyri | 11 | Grár | Árbakki/Hestvit/Sumarliðabær |
18 | Freyja Amble Gísladóttir | Hryðja frá Þúfum | Hróður frá Refsstöðum | Lygna frá Stangarholti | 9 | Brúnleist. | Hrímnir/Export hestar |
19 | Bergur Jónsson | Herdís frá Lönguhlíð | Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum | Glódís frá Stóra-Sandfelli 2 | 8 | Jarpur | Gangmyllan |
20 | Jakob Svavar Sigurðsson | Júlía frá Hamarsey | Auður frá Lundum II | Hviða frá Ingólfshvoli | 9 | Bleiktvístj. | Lífland |
21 | Ragnhildur Haraldsdóttir | Þróttur frá Tungu | Þokki frá Kýrholti | Sól frá Tungu | 11 | Brúnn | Ganghestar/Margrétarhof/Equitec |
22 | Hulda Gústafsdóttir | Valur frá Árbakka | Hnokki frá Fellskoti | Valdís frá Árbæ | 8 | Bleikál. | Árbakki/Hestvit/Sumarliðabær |
23 | John Kristinn Sigurjónsson | Gnýr frá Árgerði | Týr frá Árgerði | Gná frá Árgerði | 15 | Brúnstj. | Lífland |
24 | Matthías Leó Matthíasson | Sólroði frá Reykjavík | Bragi frá Kópavogi | Sól frá Reykjavík | 11 | Rauður | Top Reiter |