Margmenni í Samskipahöllinni

Fyrsta mót Meistaradeildarinnar var haldið í Samskipahöllinni síðast liðinn fimmtudag. Margir lögðu leið sína í Samskipahöllinni til að fylgjast með bestu hestum og knöpum landsins en þetta var að öllum líkinindum fjölmennasta mót Meistaradeildarinnar frá upphafi en um 800 manns voru mættir í stúkuna. Húsið opnaði kl. 17:00 og voru margir mættir snemma til að tryggja sér góð sæti og njóta matar með góðum vinum. Kl. 18:30 hófst setning deildarinnar en þar voru liðin kynnt, formaður deildarinnar hélst smá tölu ásamt bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni. 

Keppnin hófst síðan á slaginu 19:00 og tókst hún mjög vel en um 2.000 manns horfðu á hana í beinni útsendingu á netinu. Eins og áður hefur komið fram var það Jakob S. Sigurðsson, liðsmaður Líflands, sem sigraði fjórganginn en hann var á hryssunni Júlíu frá Hamarsey sem hefur stimplað sig sem eitt fremsta keppnishross landsins síðustu ár. Annar í röðinni var Árni Björn Pálsson á Flaumi frá Sólvangi úr liði Top Reiter. Formaður LH, Lárus Hannesson, mætti til að veita verðlaun ásamt stjórn Meistaradeildarinnar. Stigahæsta lið kvöldsins var lið Auðsholtshjáleigu en Þórdís Erla Gunnarsdóttir, liðsstjóri, endaði í sjötta sæti í A úrslitunum en liðsmenn hennar Ásmundur Ernir Snorrason var jafn Elinu Holst í þriðja til fjóðra sæti og Sylvía Sigurbjörnsdóttir endaði í sjöunda sæti. Virkilega góður árangur hjá þeirra liði og tryggir þeim sæti á toppnum í liðakeppninni. 

Viðtal við sigurvegarann, Jakob S. Sigurðsson

Viðtal við Árna Björn Pálsson

Viðtal við Elinu Holst og Ásmund Erni Snorrason

Kynning á liði Auðsholtshjáleigu

 Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.