Meistaraknapi tekinn til kostanna: Edda Rún Ragnarsdóttir

Edda Rún Ragnarsdóttir byrjaði í deildinni 2001 en hún er liði Ganghesta / Margrétarhofs / Equitec

Fullt nafn: Edda Rún Ragnarsdóttir

Gælunafn sem þú þolir ekki: Murphy

Aldur: 41

Hjúskaparstaða: Harðgift

Hvenær tókst þú fyrst þátt í Meistaradeildinni: 2001

Uppáhalds drykkur: Muga

Uppáhalds matsölustaður: Grillmarkaðurinn

Hvernig bíl áttu: Toyota Land Cruiser

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Meistaradeildin

Uppáhalds tónlistarmaður: Bono

Skemmtilegasti vinur þinn á snapchat: Logi Laxdal

Hvað viltu fá í bragðarefinn þinn: er ekki fyrir hann

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Geturu lagt inn á mig?

Sætasti sigurinn: Íslandsmeistari á Reyni frá Hólshúsum

Mestu vonbrigðin: þegar við Arna frá Varmadal vorum langefstar í fimmgangi á Íslandsmóti og hun reif undan sér skeifu þegar tveir sprettir voru eftir

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru Meistaradeildarliði í þitt lið: Berglind Ragnarsdóttir

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður Meistaradeildarinnar: gera enn betur

Fallegasti hestamaðurinn á Íslandi: Siggi minn

Fallegasta hestakonan á Íslandi: Jóna Margrét Ragnarsdóttir systir mín, sem mun keppa í Meistaradeild áhugamanna

Hver er mesta höstlerin í liðinu: Ragga

Mest óþolandi knapinn í liðinu: snilldar team, enginn óþolandi

Uppáhalds staður á Íslandi: Foss í Grímsnesi

Skemmtilegasta atvikið sem hefur átt sér stað í keppni: A-flokks úrstlit á gæðingamóti Fáks með pabba mínum og Sigga

Fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: vek Sigga

Í hverju varstu lélegastur í skóla: stærðfræði

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Nína

Vandræðalegasta augnablik: þegar ég datt af baki á reiðhallasýningu, var að sýna hest í söðli og Ragnar heitinn Petersen þurfti að lyfta mig aftur upp á til að klára sýninguna

Hvaða tvo knapa tækir þú með þér á eyðieyju: mundi bara taka Sigga

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: elska skeið, er skeiðsjúk



Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.