Meistaraknapi tekinn til kostanna: Ásmundur Ernir Snorrason
Þetta er þriðja ár Ásmundar í deildinni en hann er í liði Auðsholtshjáleigu.
Fullt nafn: Ásmundur Ernir Snorrason
Gælunafn sem þú þolir ekki: ekkert sem ég man eftir
Aldur: 26 ára
Hjúskaparstaða: trúlofaður
Hvenær tókstu fyrst þátt með meistaradeildinni: 2016
Uppáhalds drykkur: Coke
Uppáhalds matsölustaður: KFC
Hvernig bíl áttu: dodge ram 2500
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: game of thrones
Uppáhalds tónlistarmaður: Villi Vill
Skemmtilegasti “vinur" þinn á Snapchat: Mattarinn
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: daim og lakkrís
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: góða nótt frá tengdapabba
Sætasti sigurinn: Að komast inná heimsmeistaramót með Spöl
Mestu vonbrigðin: Engin vonbrigði. Það hefur ekkert uppá sig.
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru Meistaradeildarliði í þitt lið: Þá mætti Árni Björn koma aftur
Fyrsta verk ef þú yrðir formaður Meistaradeildarinnar: færa deildina aftur á Ingólfshvol
Fallegasti hestamaðurinn á Íslandi: Þórhalldur Dagur Pétursson
Fallegasta hestakonan á Íslandi: Stella mín
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: það er klárlega Sylvía
Mest óþolandi knapinn í liðinu: ætli það sé ekki ég sjálfur
Uppáhalds staður á Íslandi: Keflavík
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í keppni: veit ekki hversu skemmtilegt þetta atvik var en fyndið var það!
Ég fór í mína fyrstu T2 keppni með Fræg og gekk mjög vel. Þegar kom að slaka taumnum í úrlitunum tók hann ekki beygjuna inná skammhliðina heldur hélt beint áfram útaf vellinum. En það fyndna var að hann hélt bara áfram á tölti á sínu tempói og fibaðist ekkert. Held hann hafi ekki sjálfur fattað að hann væri kominn útaf.
Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: beini allri minni morgunfílu á Stellu
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: náttúrufræði
Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: fly on the wings of love
Vandræðalegasta augnablik: kvöldið sem ég kinntist Stellu á uppskeruhátíð hestamanna var ég nokkuð brattur með mig. Þegar komið var á dansgólfið var hún að dansa við einhvern strák og ég labbaði að honum og sagði honum að gleyma þessu. Hún væri með þeim besta og við það var ég skallaður í gólfið... það var aðeins vandræðalegt.
Hvaða tvo knapa sem tækir þú með þér á eyðieyju: Þórarinn Ragnarsson sem skemmtana stjóra og ætli maður þyrfti ekki að hafa einhverja gleðikonu með okkur. Eigum enn eftir að velja hana.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er menntaður flugvirki
Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: fótbolta