Meistaraknapi tekinn til kostanna: Hans Þór Hilmarsson
Hans Þór Hilmarsson keppti fyrst í Meistaradeildinni í fyrra en þá var hann í liði Ganghesta / Margrétarhofs en nú er hann í liði Hrímni / Export hesta.
Fullt nafn: Hans Þór Hilmarsson
Aldur: 34
Hjúskaparstaða: Einhleypur
Hvenær tókstu fyrst þátt með meistaradeildinni: 2017
Uppáhalds drykkur: Ísköld kók
Uppáhalds matsölustaður: Steikhúsið held ég að það heiti. Það er á Tryggvagötu á móti Búllunni
Hvernig bíl áttu: Izuzu D-Max
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Vikings
Uppáhalds tónlistarmaður: Herra Hnetusmjör
Skemmtilegasti “vinur" þinn á Snapchat: Bræðurnir Arnar Heimir og Lárus Sindri J
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Mars, jarðaber og lakkrískurl
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: 26 kr afsláttur og 2 punktar að auki fyrir N1 korthafa í dag. Áfram Ísland
Sætasti sigurinn: Ætli það sé ekki þegar ég fór með Síbíl á Svínavatn 2014 og sigraði bæði tölt og B-flokk með met einkun. Hef allavega ekki verið á hærri launum við að skottast á hesti.
Mestu vonbrigðin: Forkeppni í A-flokk á Landsmóti 2014 á Kiljan frá Steinnesi. Var mjög ánægður með hann á tölti og brokki en klikkaði á skeiði. Hef held ég ekki oft verið svekktari með sjálfan mig að láta þetta gerast en svona hlutir venjast víst.
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru Meistaradeildarliði í þitt lið: Hanne allan daginn. Það þarf að reyna að bæta fríðleika liðsins og hún er vel til þess fallin.
Fyrsta verk ef þú yrðir formaður Meistaradeildarinnar: Koma henni aftur á Ingólfshvol
Fallegasti hestamaðurinn á Íslandi: Það hlítur að vera Fjölnir Þorgeirsson. Hann var nú einu sinni með Mel B
Fallegasta hestakonan á Íslandi: Það hlítur að vera Unnur Birna. Hún var nú einu sinni fallegasta kona heims.
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Það er ekki gott að segja en ég hef Sigurodd sterklega grunaðan.
Mest óþolandi knapinn í liðinu: Viðar allan daginn. Hafið þið farið með honum í hestaferð???
Uppáhalds staður á Íslandi: Kílhraun á Skeiðum. Þar líður mér mjög vel
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í keppni: Ég var einu sinni að keppa á króknum á henni Lottu frá Hellu og þegar ég reið í braut þá kynnti Hjörvar Ágústsson okkur til leiks og sagði. Og næstur í braut er Hans Þór Hilmarsson og hann situr hryssuna Rottu frá Sódavatni. Stúkan náttúrulega sprakk úr hlátri og maður var svona hálf kjánalegur eitthvað
Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Fæ mér kaffi og nokkur tópakskorn í vörina
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Í flestu sem krefst mikillar hugsunar. Það fer mér illa.
Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Það er ekki gott að segja
Vandræðalegasta augnablik: Ég og einn vinur minn fengum einu sinni gistingu hjá Þorsteini Björnssyni á Hólum yfir Laufskálaréttarhelgina og svo eftir ballið vorum við á leiðinni heim í heldur annarlegu ástandi og héldum að hann vildi ekki hleypa okkur inn. Börðum á hurðina algjörlega stanslaust og öskruðum á hann að drullast til að opna fyrir okkur en það fór ekki betur en svo að Ísólfur Líndal kom til dyranna talsvert reiðari en við vorum enda búnir að vekja alla fjölskylduna. Við vorum víst staddir í vitlausri blokk.
Hvaða tvo knapa sem tækir þú með þér á eyðieyju: Tóta í Vesturkoti og Helga Eyjólfsson. Hlutirnir hafa tilhneigingu til að reddast þegar við lendum í veseni.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég var barnastjarna en höndlaði frægðina heldur illa enda aðeins 10 ára gamall og hætti áður en ég náði á hátind leiklistarferilsins.
Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já ég fylgist með fótbolta